fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 17:30

Nika Shakarami/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniskjöl frá Íranska Byltingarverðinum sem bárust BBC eru sögð leiða í ljós að 16 ára gömul stúlka sem hafði tekið þátt í mótmælum gegn reglum um klæðaburð kvenna hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og myrt af þremur mönnum sem störfuðu fyrir öryggissveitir landsins.

Hún hét Nika Shakarami og hvarf þegar hún var að taka þátt í víðtækum mótmælum sem brutust út árið 2022 eftir að ung kona, Masha Amini, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekin fyrir að brjóta reglur um klæðaburð kvenna, sem fólust í því að klæðast höfuðslæðu sinni ekki rétt. Lík Nika Shakarami fannst níu dögum eftir að hún hvarf. Stjórnvöld fullyrtu að hún hefði tekið eigið líf.

Í skjölunum kemur fram að sérstakt leynilegt þinghald var haldið vegna dauða Shakarami en þar kemur m.a. fram hvað átti sér stað í bíl þar sem Nika var haldið. Einn mannanna sat á henni og beitti hana um leið kynferðisofbeldi. Hún var handjárnuð og bundin en barðist og streittist á móti en við það börðu mennirinir hana með kylfum.

Hvarf Nika Shakarami vakti mikla athygli á meðan mótmælunum stóð á árinu 2022 og fram á árið 2023. Heyra mátti mótmælendur kalla nafn hennar hástöfum.

Fjölskylda Nika fann lík hennar í líkhúsi en eins og áður segir neita stjórnvöld að dauði hennar tengist þátttöku í mótmælum.

Skömmu áður en Nika hvarf í september 2022 var tekið upp myndband af henni í miðborg Tehran en á því mátti sjá hana kveikja í höfuðslæðum á meðan nærstaddir óskuðu „harðstjóranum“ dauða en þá var átt við æðsta klerk og leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei.

Töldu hana vera leiðtoga

Í skjölunum kemur fram að liðsmenn öryggisveita hafi fylgst með Nika á laun og að þeir hafi grunað hana um að vera einhvers konar leiðtogi í mótmælunum vegna hegðunar hennar og þess að hún hafi verið ítrekað að tala í farsíma. Var hún um klukkustund síðar tekin höndum og sett með valdi í ómerktan sendibíl.

Nika var í aftari hluta bílsins með þremur liðsmönnum öryggisveitanna. Þeir heita Arash Kalhor, Sadegh Monjazy, og Behrooz Sadeghy.

Keyrt var í tvær mismunandi fangabúðir til að koma Nika þar fyrir en í bæði skiptin var hópnum vísað frá. Yfirmaður seinni fangabúðanna sagðist í ljósi þess hversu æst Nika var hafa óttast að hún myndi koma af stað óeirðum meðal annarra kvenkyns fanga.

Hópurinn leitaði ráða í höfuðstöðvum Byltingarvarðarins um hvert skyldi halda næst og var þá vísað á Evian, eitt illræmdasta fangelsið í Tehran.

Í skjölunum eru frásagnir mannanna þriggja. Einn þeirra er sagður hafa keflað Nikita með sokkunum sínum og að annar þeirra hafi sest á hana. Hafi þeir gert þetta vegna þess að Nika hafi blótað og barist um á hæl og hnakka. Einn mannanna segir að sá sem settist ofan á Nika hafi sett hendur sínar innan undir buxurnar hennar. Hann segir að í kjölfarið hafi þeir misst stjórn á atburðarásinni og lamið og sparkað í Nika.

Sá sem er sakaður um að beita hana kynferðisofbeldi neitar að hafa sett hendurnar innan undir buxur Nika en segist hafa snert rass hennar utanklæða. Þá hafi hún klórað hann og sparkað í hann. Því hafi hann neyðst til að verja sig. Ítreka ber að hendur Nika voru bundnar fyrir aftan bak.

Dánarvottorð staðfestir mörg högg með hörðum hlut

Leiðtogi teymisins sem tók Nika höndum sat í framsæti bílsins og þegar hann heyrði lætin aftur í skipaði hann ökumanninum að stöðva. Því næst fór hann út og opnaði afturdyrnar. Blasti þá við líflaus líkami Nika við. Hann segist hafa hreinsað blóð úr andliti hennar en hann segir ásigkomulag höfuðs Nika ekki hafa verið gott.

Það rímar við dánarvottorð Nika þar sem fram kemur að mörg högg með hörðum hlut hafi orsakað dauða hennar. Þegar fjölskylda hennar fann hana loks í líkhúsi var hún bersýnilega með mikla áverka.

Leiðtogi teymisins segist ekki hafa spurt mennina þrjá neinna spurninga um hvað gerðist og engin tilraun var gerð til að bjarga lífi Nika. Hann hafi hringt í höfuðstöðvar Byltingarvarðarins og fengið þá fyrirskipanir um að fleygja líki Nika út á götu sem þeir hafi gert.

Niðurstaða hinnar leynilegu rannsóknar Byltingarvarðarins er að mennirnir þrír hafi orðið Nika að bana með kylfum og rafbyssum eftir að hún brást illa við því kynferðisofbeldi sem einn þeirra beitti hana. Hin opinbera niðurstaða er hins vegar sú að Nika hafi hoppað fram af byggingu.

Í ríkissjónvarpi Íran var sýnt myndband sem sagt var sýna Nika ganga inn í bygginguna en móðir hennar hafnar því að myndbandið sýni dóttur hennar

Mennirnir þrír, sem tilheyra vígahópnum Hezbollah sem starfar stundum fyrir Byltingarvörðinn en heyrir ekki beint undir hann, fengu enga refsingu.

Mótmælin gegn klæðaburði kvenna voru á árinu 2023 kveðin niður af hörku og voru allt að 551 mótmælendur myrtir af öryggissveitum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá