fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Elon Musk fær stuðning úr afar óvæntri átt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 16:30

Elon Musk fékk það óþvegið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernie Sanders öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum hefur tekið undir með auðjöfrinum Elon Musk um að nauðsynlegt sé að endurskoða fjárveitingar til hernaðarmála í landinu og ekki síst í ljósi þess hversu illa sé farið með þetta fé, en um afar háar upphæðir er að ræða. Þykja þessi orð Sanders mjög athyglisverð í ljósi fyrri yfirlýsinga hans um að taka þurfi á þeim óeðlilega miklu áhrifum sem auðjöfrar hafi í bandarísku þjóðfélagi.

Í færslu á X, samfélagsmiðli Musk, skrifaði Sanders að auðjöfurinn hefði rétt fyrir sér um þessi mál. Þingmaðurinn benti á að varnarmálaráðumeytinu hafi verið úthlutað 886 milljörðum dala ( um 122.000 milljarðar íslenskra króna) á fjárlögum á síðasta ári og sjöunda árið í röð hafi ráðuneytið ekki komist í gegnum endurskoðun. Staðreyndin sé sú að ráðuneytið hafi einfaldlega týnt þó nokkrum hluta af þessu fé. Á síðasta ári hafi aðeins hann og 12 aðrir öldungardeildarþingmenn neitað að samþykkja framlög til hernaðarmála en allt sé morandi í sóun og fjársvikum í þessum málaflokki hjá bandaríska ríkinu. Þetta verði einfaldlega að breytast.

Niðurskurðarnefndin

Eins og kunnugt er hefur Donald Trump sem tekur við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi falið Musk að gera tillögur um myndarlegan niðurskurð í útgjöldum ríkisins.

Musk mun leiða nefnd um þetta verkefni ásamt öðrum auðmanni Vivek Ramaswamy sem var einn þeirra sem beið ósigur fyrir Trump í forkosningum Repúblikana.

Í umfjöllun The Daily Beast er bent á að Sanders sé mjög hallur undir félagshyggju en auðmennirnir séu miklir áhugamenn um markaðshyggju sem sæti sem minnstum takmörkunum. Því sé nokkuð kúnstugt að í þessu máli séu þeir allir einhuga.

Ramaswamy og Musk hafa báðir gefið í skyn að nefnd þeirra muni skera niður útgjöld til varnarmála en Musk dró síðar eilítið í land og sagði að að útgjöldin yrðu endurskoðuð með það að markmiði að auka skilvirkni.

Áralöng óreiða

Fjárhagur varnarmálaráðuneytisins í Bandaríkjunum, sem snýst að uppistöðu um her landsins, hefur verið í miklum ólestri í mörg ár. Mikið hefur borið á framúrkeyrslu og sóun en varnarmál eru stærsti útgaldaliður bandaríska ríkisins.

Áður er minnst á upprifjanir Bernie Sanders en í umfjöllun Daly Beast kemur fram að ráðuneytið hafi viðurkennt að það geti ekki gert grein fyrir hvar helmingur eigna þess er niðurkominn. Yfirsýn þess yfir fjármálin er í minna lagi og það gerist á hverju ári að hluti þess fjár sem ráðuneytinu er úthlutað af fjárlögum eifaldlega hverfi.

Eitt helsta vandamálið er sagt vera umfangsmiklir samningar sem ráðuneytið hefur gert við einkaaðila um ýmis konar verkefni, til að mynda vopnaframleiðslu, en um 70 prósent af útgjöldum ráðuneytisins fer í slíka samninga. Eftirlit með framkvæmd þessara samninga er í skötulíki og þannig renna milljarðar dala af skattfé nánast óhindrað í vasa ýmissa aðila án þess að ríkið hafi í öllum tilfellum miklar tryggingar fyrir því að fá eitthvað í staðinn.

Musk og Ramaswamy segja ljóst að kominn sé tími til að taka ýmsa samninga bandaríska ríkisins við einkaaðila, ekki eingöngu þá sem varða varnarmál, til róttækrar endurskoðunar en slíkt hafi ekki verið gert í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland
Fréttir
Í gær

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar
Fréttir
Í gær

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur