fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Bandarískur áhrifavaldur viðurkennir að hafa dreift fölsuðu myndbandi sem átti að sýna kosningasvindl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur áhrifavaldur hefur viðurkennt að hafa þegið greiðslur frá rússneskum útsendara fyrir að birta á samfélagsmiðlum falsað myndband sem átti að sýna kosningasvindl sem til hafi staðið að fremja í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í dag. Myndbandið er hins vegar fölsun frá upphafi til enda en rússneskir útsendarar stóðu fyrir gerð þess.

CNN greinir frá þessu. Áhrifavaldurinn hefur viðurkennt fyrir fréttamönnum miðilsins að hann hafi fengið 100 dollara (um 13.600 íslenskar krónur) frá rússneskum útsendara fyrir að birta þetta tiltekna myndband en hann segist hafa þegið fleiri greiðslur frá Rússanum fyrir að birta myndbönd.

Áhrifavaldurinn heldur úti reikningi, sem ber heitið @AlphaFox78, á samfélagsmiðlinum X. Um er að ræða karlmann sem býr í Massachusetts og er einarður stuðningsmaður Donald Trump. Á X-reikningnum birtir hann mikið magn af stuttum myndböndum þar sem íhaldssömum sjónarmiðum er gert hátt undir höfði til að mynda með ummælum sem eru fjandsamleg í garð trans fólks.

Í hinu falsaða myndbandi mátti sjá leikara sem sagðist vera innflytjandi frá Haítí og ætla sér að kjósa Kamala Harris tvisvar í Georgíu ríki. Rannsókn yfirvalda hefur hins vegar leitt í ljós að myndbandið er fölsun. Allir sem sjást í því eru leikarar, skilríki sem sjást eru fölsuð og myndbandið var búið til af Rússum.

Í samtali við CNN sagði áhrifavaldurinn að hann vissi ekkert um uppruna myndbandsins og hefði ekkert gert til að kanna þær staðhæfingar sem komu fram í því.

Simeon Boikov

Áhrifavaldurinn tjáði CNN að maður að nafni Simeon Boikov hefði greitt honum fyrir að birta myndbandið. Boikov heldur meðal annars úti hlaðvarpi og skrifar einnig á vegum rússneskra ríkisfjölmiðla, bæði á rússnesku og ensku. Hann starfar í Ástralíu en er skráður þar sem útsendari rússneskra stjórnvalda.

Boikov hefur nýlega fengið rússneskan ríkisborgararétt og dvelur nú í ræðismannsskrifstofu Rússlands í Sydney þar sem hann hefur óskað eftir hæli.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boikov hefur staðið fyrir dreifingu á falsfréttum, áróðri og upplýsingaóreiðu fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Nákvæmt hlutverk hans í þessum efnum innan rússneska valdastigans er þó óljóst.

Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem Rússar nýta sér áhrifavalda eða aðra sem eru mjög sýnilegir í netheimum til að dreifa fölskum upplýsingum, ekki síst um bandarísk stjórnnmál. Þessu hafa heimildarmenn innan bandarískra og evrópskra leyniþjónustustofnanna greint CNN frá.

Áhrifavaldurinn bandaríski sem eins og áður segir kallar sig Alphafox á X fullyrðir að hann hafi ekki vitað að Boikov ynni fyrir rússneska ríkisfjölmiðla. Hann segist sömuleiðis hafa birt myndbandið í góðri trú og ekki haft hugmynd um að það væri fölsun en ekki raunverulegt eins og Boikov hafi sagt við hann. Alphafox hefur eytt myndbandinu af X-síðu sinni en áður en hann gerði það hafði myndbandið fengið 2,6 milljónir áhorfa.

Alphafox ber sig illa í samtalinu við CNN og segist iðrast þess að hafa dreift fölskum upplýsingum frá Rússum. Hann heldur þó ótrauður áfram að birta annað myndefni sem tengist kosningunum.

Venjulegt fólk

Alphafox er dæmi um að Rússar eru í auknum mæli farnir að snúa sér frá fölskum reikningum á samfélagsmiðlum og að raunverulegu fóki sem er áberandi í netheimum, með til að mynda marga fylgjendur, til að dreifa falsfréttum og röngum upplýsingum.

Mál Alphafox kemur upp í kjölfar viðvörunar bandarískra löggæslu- og njósnastofnanna um að Rússar séu markvisst að reyna að grafa undan trúverðugleika kosninganna með því að meðal annars búa til myndbönd með sviðsetningum á kosningasvindli.

Ljóst er að verulegar áhyggjur eru til staðar af því að þessar falsanir Rússa beri árangur og skapi aukið uppnám og sundrungu í Bandaríkjunum en líklega er það helsti tilgangurinn með þessu athæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg