fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Missti starfið eftir rifrildi um Meghan

Pressan
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 17:30

Meghan Markle Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan hertogaynja af Sussex, eiginkona Harry Bretaprins, hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Bretlandi og þótt víðar væri leitað undanfarin ár. Ekkert lát virðist vera á því en breskir fjölmiðlar hafa greint frá máli reynds lögreglumanns sem hefur verið sagt upp störfum en hann réðst á tvær konur eftir að rifrildi um hertogaynjuna fór algjörlega úr böndunum.

Maðurinn heitir Tola Munro og gegndi stöðu „Inspector,“ sem er lægst setta yfirmannsstaðan í tignarröð bresku lögreglunnar. Munro var staðsettur í borginni Bristol og starfaði í lögreglunni í Avon og Somerset héraði sem er í suðvesturhluta Englands.

Munro er dökkur á hörund og er fyrrverandi formaður landsamtaka svartra lögreglumanna.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að Munro hafi verið á frívakt þegar hann reifst við konurnar um hertogaynjuna og hafi algjörlega misst stjórn á sér. Tunro sem er fjögurra barna faðir mun hafa togað aðra konuna niður í jörðina og kýlt hana í andlitið og í kjölfarið slegið hina konuna.

Munro fullyrti að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en óháð rannsóknarnefnd tók það ekki trúanlegt og sagði hegðun Munro skelfilega kaldhæðnislega í ljósi þess að að á sínum starfsferli hafi hann beitt sér sérstaklega gegn kynbundnu ofbeldi.

Auk þess að missa starfið verður Munro settur á sérstakan lista yfir þá sem bannað er að starfa sem lögreglumenn.

Rifrildið varð að sögn fljótlega afar persónulegt en nefndin segir að Munro hafi ekki átt að láta ögra sér og að ofbeldið sem hann hafi beitt konurnar hafi sannarlega verið viljaverk.

Varð ekki að sakamáli

Atvikið átti sér stað í maí á síðasta ári. Það var til rannsóknar hjá lögreglu sem vísaði málinu til embættis ríkissaksóknara sem felldi málið niður á þeim grundvelli að það þætti ekki líklegt til sakfellingar, miðað við þau sönnunargögn sem voru til staðar.

Rannsókn á hvort grundvöllur væri fyrir því að segja Munro upp störfum var hins vegar óháð sakamálarannsókninni.

Niðurstaðan var sú að hegðun Munro sem lögreglumanns, þótt hann hafi verið á frívakt, hafi verið svo ámælisverð að víkja bæri honum frá störfum.

Sönnunarbyrði í slíkum málum er ekki jafn mikil og í sakamálum.

Yfirlögregluþjónn hjá lögregluembættinu sem Munro starfaði hjá segir að ekkert pláss sé í lögreglunni fyrir fólk sem ráðist á almenna borgara, hvort sem viðkomandi hafi verið á frívakt eða ekki. Hann segir að hegðun Munro hafi grafið undan miklu starfi lögreglunnar undanfarin ár við að takast á við kynbundið ofbeldi. Hann segist vona að mál Munro sýni almenningi að lögreglan taki hart á slíkri hegðun í sínum röðum og hiki ekki við að losa sig við lögreglumenn sem hagi sér með þessum hætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja