fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. maí 2024 14:30

Úrið er hið glæsilegasta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gullúr sem John Jacob Astor IV átti seldist á dögunum á uppboði á tæplega 1,5 milljónir dollara eða rúmar 200 milljónir íslenskra króna. Astor þessi var einn ríkasti maður heims þegar hann steig um borð í hina örlagaríku ferð farþegaskipsins Titanic ásamt eiginkonu sinni, Madeleine Talmage Force. Það fórst þann 15. apríl árið 1912 og var Astor  meðal þeirra 1500 farþega sem áætlað er að hafi látist í slysinu. Eiginkona hans, Madeleine, lifði hins vegar af en hún var ólétt þegar slysið átti sér stað.

Segir sagan að Astor hafi komið henni um borð í einn af björgunarbát skipsins en hann hafi sjálfur ekki fengið að stíga um borð því konur og börn voru í forgangi. Á hann að hafa kveikt sér í sígarettu á þilfarinu og haldið fast um úrið sitt síðustu andartökin en lengi vel taldi hann, eins og aðrir farþegar, að útilokað væri að skipið myndi sökkva þessa skelfilegu nótt.

Á líki Astor, sem fannst á reki tæpri viku eftir slysið, fundust nokkrir rándýrir munir auk úrsins, meðal annars demantshringur og demantsermahnappar. Áðurnefnt gullúr var hins vegar  dýrmætasti munurinn.

Uppboðshúsið Henry Aldridge & Sons sá um söluna en þar á bæ var áætlað að söluverðmætið væri ríflega 20 milljónir króna. Áhuginn á úrinu kom því uppboðshöldurum í opna skjöldu en úrið seldist, eins og áður segir, á um tíföldu áætluðu verði. Það þýðir að úrið er orðið dýrasti hlutur sem hefur selst úr Titanic-slysinu.

Þegar úrið fannst var því og öðrum munum skilað til fjölskyldu Astor og hefur það verið í eigu fjölskyldunnar síðan eða allt þar til að nýr eigandi keypti hinn glæsilega safngrip.

 

John Jacob Astor IV og eiginkona hans, Madeleine Talmage Force. Myndin er líklega tekin um 1911
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“