fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Orkufyrirtæki viðurkennir að hafa átt þátt í skógareldum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2024 17:30

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska orkufyrirtækið Xcel Energy hefur viðurkennt að mannvirki þess hafi átt þátt í miklum skógareldum sem brutust út í Texas í lok síðasta mánaðar en tveir einstaklingar hafa látist af völdum eldanna.

Fyrirtækið er staðsett í Minneapolis en selur rafmagn í átta ríkjum Bandaríkjanna.

Milljónir hektara lands brunnu og þúsundir dýra drápust vegna eldanna.

Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að rannsókn þess hafi sýnt fram á að mannvirki þess hafi átt sinn þátt í að eldarnir kviknuðu.

Kona í Texas hefur lögsótt dótturfyrirtæki Xcel. Konan lagði fram lögsóknina á þeim grunni að einn af rafmagnsstaurum fyrirtækisins hafi brotnað. Það hafi orsakað að eldur kviknaði með þeim afleiðingum að á skömmum tíma hafi breiðst óviðráðanlegt bál.

Skógareldarnir kviknuðu norðarlega í Texas þann 26.febrúar síðastliðinn og urðu á skömmum tíma þeir umfangsmestu í sögu Texas og meðal þeirra umfangsmestu í bandarískri sögu. Eldarnir loga enn og ná sem stendur yfir um 500.00 hektara svæði en náðst hafa tök á um helmingi eldanna.

Eldarnir hafa brennt nánast jafn mikið landsvæði og brann í öllum skógareldum í Texas á árunum 2017-2021.

Þrátt fyrir viðurkenninguna hafnar Xcel því að hafa sýnt af sér vanrækslu við viðhald á mannvirkjum sínum. Fyrirtækið segir að fólk sem hafi orðið fyrir eignatjóni eða misst búfé í eldunum geti lagt fram kröfu.

Forstjóri fyrirtækisins segir það hafa starfað á svæðinu í 100 ár og lýsir yfir mikilli hryggð vegna þess mikla skaða sem samfélagið hefur orðið fyrir.

CBS greindi frá og ræddi meðal annars við þriggja barna föður, sem býr á svæðinu, en hann segir að ekkert sé eftir af heimili fjölskyldunnar nema aska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“