Á síðustu fjórum árum hefur streymi heits vatns um Flórídasund minnkað um 4%. Þetta eru slæmar fréttir fyrir loftslagið á jörðinni.
Golfstraumurinn á upptök sín nærri Flórída og flytur heitt vatn með fram austurströnd Bandaríkjanna og Kanada og áfram yfir Atlantshafið til Evrópu. Þessi flutningur á heitu vatni er nauðsynlegur til að viðhalda tempruðu loftslagi og tryggja hagstætt hitastig sjávar.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Geophysical Research Letters, sýna að það er að hægja á streyminu.
Christopher Piechuch, haffræðingur hjá Woods Hole Oceanographic Institution í Massachusetts, sagði í yfirlýsingu að þetta sé sterkasta og öruggasta sönnunin um að Golfstraumurinn sé að veikjast.