fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Nýtt rússneskt ofurvopn er tilbúið – Getur eytt strandborgum og bæjum með geislavirkum flóðbylgjum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 07:00

Poseidon tundurskeyti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar segja að nýtt ofurvopn þeirra sé nú tilbúið. Vopn af þessari tegund hefur ekki sést áður. Þetta er ný gerð tundurskeyta sem getur eytt strandborgum og bæjum með geislavirkum flóðbylgjum.

Vopnið er eins og drónar að því leyti að það er hægt að fjarstýra því eða gefa því fyrirmæli um að fara á ákveðinn stað.

Tass fréttastofan segir að nú sé fyrsta eintakið af vopninu, sem heitir Poseidon, tilbúið. Þetta er tundurskeyti sem er 24 metra langt. Bæði Bandaríkin og Rússland segja að hér sé um algjörlega nýja tegund vopns að ræða.

Það er hægt að setja kjarnaodda á Poseidon og geta þeir myndað geislavirkar flóðbylgjur sem geta gert strandborgir og bæi óbyggilega.

Reuters segir að samkvæmt frétt Tass þá séu fyrstu tvö Poseidon-tundurskeytin tilbúin og verði fljótlega sett í kafbát.

Tundurskeytið er með kjarnakljúf sem gerir að verkum að það er með eldsneyti til margra ára.

Pútín kynnti vopnið í fyrsta sinn 2018 og sagði þá að það hefði óendanlegt drægi og geti verið á miklu meira dýpi en kafbátar og venjuleg tundurskeyti. „Það er næstum hljóðlaust, mjög lipurt í hreyfingum og óvinir geta nánast ekki eyðilagt þau. Það eru engin vopn til í heiminum sem geta sigrast á þessu,“ sagði hann þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg