fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Tveir af hverjum þremur þýskum karlmönnum glíma við offitu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 09:00

Átak með knattspyrnu Þátttakendur verða að vera að minnsta kosti 100 kíló.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir karlmenn eru að meðaltali feitari en aðrir evrópskir karlmenn og þeir eru ekki að gera neitt til að reyna að draga úr þessu. Þýskir karlar virðast beinlínis ekki hafa mikinn áhuga á að gera eitthvað í málunum en til að reyna að hvetja þá áfram hefur nýju verkefni verið hleypt af stokkunum. Það nefnist Fussball-Fans im Training en mörg af helstu knattspyrnuliðum landsins taka þátt í verkefninu. Þátttakendurnir verða að vera minnst 100 kíló og málbandið verður að sýna minnst einn metra þegar magamálið er mælt. Auk þess verður líkamsþyngdarstuðullinn BMI að vera minnst 28, sem þýðir að viðkomandi er greinilega of þungur. Einnig verða þátttakendurnir að vera félagar í stuðningsmannaklúbbum félaganna.

Þegar Dynamo Dresden auglýsti í haust að stuðningsmenn hefðu nú tækifæri til að spila undir merkjum félagsins og komast í betra form streymdu umsóknirnar inn. Margir vildu spila í XXL liði félagsins. Aðeins tuttugu sluppu í gegnum nálaraugað og komust í liðið. Einn þeirra er Matthias Eichhorn, 58 ára, sem er 134,4 kíló og 1,95 metrar á hæð. Í þýskum fjölmiðlum hefur verið haft eftir honum að það sem reki hann og aðra liðsmenn áfram sé stolt yfir að spila undir merkjum félags síns og löngunin til að léttast aðeins.

„Enginn vill vera sá sem tapar. Við æfum allir af krafti, eitthvað sem við höfum ekki gert árum saman, og höfum ánægju af.“

 

Offita
Gríðarlegt vandamál í Þýskalandi.

Stórt vandamál

Fyrir 18 árum drukku Þjóðverjar að meðaltali 18 lítra af áfengi á ári. Í dag er neyslan komin niður í 12 lítra. Þetta er þó vel yfir meðaltali ESB-ríkjanna sem er 8 lítrar. Þjóðverjar neyta að meðaltali 90 gramma af sykri á dag en það er tvöfalt það magn sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO mælir með. Gosdrykkjaneysla Þjóðverja er mikil og óvíða í Evrópu er hún meiri og þá með tilheyrandi sykurneyslu.

Um 65 prósent þýskra karlmanna eru of þungir en það er nokkrum prósentustigum hærra hlutfall en að meðaltali í Evrópu samkvæmt niðurstöðu rannsóknar WHO. Fjórði hver þýskur karlmaður er í mikilli yfirþyngd. Hjá þýsku konunum er staðan önnur en um helmingur þeirra er í yfirþyngd og fimmta hver er svo þung að það er hættulegt heilsufarslega. En að meðaltali eru þýskar konur grennri en aðrar evrópskar konur. Kostnaðurinn vegna heilsufarsvandamála, tengdum ofþyngd, er mikill og má nefna að áætlað er að kostnaður þýska ríkisins vegna sykursjúkra landsmanna sé 35 milljarðar evra á ári. Kostnaður vegna fólks í mjög mikilli yfirþyngd er um 63 milljarðar evra á ári.

 

Bratwurst
Ástæða offitu margra þýskra karla.

Pylsur og bjór

En af hverju taka þýskir karlar því svo rólega að þurfa í sífellu að víkka beltið á meðan konurnar glíma ekki við sama vanda? Michael Despeghel næringarsérfræðingur sagði í samtali við Die Welt að ein af ástæðunum sé að körlum finnist gott að lifa frá degi til dags og borða það sem þá langar í hverju sinni. Hann segir að beinhörð tölfræði styðji þetta. Þýskir karlar borða að meðaltali rúmlega kíló af kjöti og pylsum í viku hverri en það er tvöfalt meira en konurnar innbyrða og tvöfalt meira en er talið ráðlegt. Þá drekka þeir tvöfalt meira af gosdrykkjum en konurnar og sex sinnum meiri bjór.

Desphegel segir að ein af ástæðunum fyrir að karlarnir lifi töluvert óhollara lífi sé að þeir geti bolað þeirri staðreynd að maturinn, sem þeir vilja helst borða, sé sá óhollasti, í burtu.

„Þetta er hugarfar sem drepur mann.“

Þá er það ekki til að bæta málin að sögn hans að karlarnar telja oft að þeir séu grennri en þeir eru í raun og veru en þennan vanda glíma konurnar ekki við. Könnun sem var gerð fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að aðeins fjórði hver karlmaður taldi sig vera of þungan.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“