fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
FréttirPressan

Peter Madsen sakfelldur fyrir að myrða Kim Wall – Dæmdur í ævilangt fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 11:02

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirréttur í Kaupmannahöfn kvað rétt í þessu upp dóm í máli Peter Madsen en hann var ákærður fyrir að hafa myrt sænsku fréttakonuna Kim Wall um borð í kafbátnum Nautilius í ágúst á síðasta ári. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, ósæmilega meðferð líks og brot á siglingalögum. Dómurinn sakfelldi Madsen fyrir öll brotin og dæmdi hann í ævilangt fangelsi. Hann mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en eftir 12 ár.

Kafbáturinn, tölvubúnaður og ýmislegt sem var um borð í kafbátnum er gert upptækt að auki. Madsen er gert að greiða allan málskostnað.

Danska ríkisútvarpið segir að dómararnir þrír hafi verið sammála um niðurstöðuna. Mjög óvenjulegt er að fólk sé dæmt í ævilangt fangelsi í Danmörku fyrir eitt morð en slíkir dómar hafa aðallega verið kveðnir upp þegar börn hafa verið myrt.

Í dómsorði kemur fram að dómnum finnst Madsen ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á því sem gerðist í kafbátnum og af hverju hann tók ýmislegt með í siglinguna örlagaríku, hluti sem voru notaðir við að hluta lík Kim Wall í sundur. Dómurinn leggur áherslu á margbreyttan framburð Madsen, fyrst sagði hann að Wall hafi látist þegar hún fékk lúgu í höfuðið en síðar breytti hann þeirri frásögn. Dómurinn telur einnig að Madsen hafi hlutað lík Wall í sundur til að reyna að leyna glæp sínum.

Madsen var einnig sakfelldur fyrir að hafa misþyrmt Wall kynferðislega. Dómurinn telur að hann hafi valdið áverkum á kynfærum Wall áður en hún lést og segir jafnframt að Madsen hafi ekki komið með neinar trúverðugar skýringar á af hverju hann veitti Wall þessa áverka.

Dómurinn telur að morðið hafi verið skipulagt og framkvæmdin kaldrifjuð.

Madsen hefur 14 daga til að taka ákvörðun um hvort hann áfrýjar dómnum.

Klukkan 13:21 að staðartíma tilkynnti verjandi Madsen að hann muni áfrýja dómnum til Landsréttar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?