fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
FréttirPressan

Málið sem skók heila þjóð – Dómur í danska kafbátsmálinu verður kveðinn upp í dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 04:39

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mun undirréttur í Kaupmannahöfn kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku fréttakonuna Kim Wall í ágúst á síðasta ári um borð í kafbátnum Nautilius, að hafa brotið gegn henni kynferðislega, ósæmilega umgengni við lík hennar og brot á siglingalögum. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörk og raunar um allan heim enda mjög óvenjulegt í alla staði.

Ef Madsen verður fundinn sekur á hann allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér eða ótímabundna vistun í öryggisfangelsi. Danska læknaráðið, sem er æðsta stofnun lækna í landinu, komst að þeirri niðurstöðu í umsögn um geðrannsókn, sem var gerð á Madsen, að líkur séu á að hann muni aftur fremja morð ef hann gengur laus og að hann sé hættulegur samfélaginu. Saksóknari krefst þess að Madsen verði dæmdur í ævilangt fangelsi eða til ótímabundinnar vistunar í öryggisfangelsi.

Réttarhöldin hafa staðið yfir í sjö vikur en í þeim hafa ýmsar hræðilegar upplýsingar komið fram um dauða Wall. Madsen neitar að hafa orðið henni að bana og að hafa brotið gegn henni kynferðislega en játar ósæmilega umgengni við lik hennar en það sundurhlutaði hann og henti í sjóinn. Dönsku lögreglunni tókst að finna líkið, í mörgum pörtum, í sjónum.

Saksóknari hélt því fram fyrir dómi að Madsen hefði boðið Wall í siglingu í kafbát sínum með það í huga að láta sjúklega drauma sína um ofbeldisfullt kynlíf rætast. Saksóknarinn sagðist telja að Madsen hafi kyrkt eða afhöfðað Wall eftir að hann hafði pyntað hana. Hann sýndi myndir af limlestu líki Wall og sýndi hluta af þeim 140 myndböndum sem fundust í tölvu Madsen og síma. Í þessum myndböndum sjást raunverulegar misþyrmingar, morð og afhöfðanir á konum. Krufning á líki Wall leiddi í ljós að hún hafði verið stungin margoft í kynfærin með skrúfjárni. Áverkar á úlnliðum hennar og ökklum sýna að hún hafi verið bundin við rör í kafbátnum að sögn saksóknarans.

Verjandi Madsen krefst þess að hann verði sýknaður og hefur haldið því fram að saksóknara hafi ekki tekist að sýna fram á að Madsen hafi myrt Wall enda hafi málflutningurinn ekki verið byggður á sönnunargögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?