Það voru fjármálaráðherrann Magdalena Andersson og Ylva Johansson ráðherra atvinnumála sem kynntu þessar hugmyndir.
„Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þess að kunna góða sænsku, maður þarf ekki kunna hana fullkomlega til að geta tekið sér stöðu í sænsku samfélagi.“
Sagði Johansson og Andersson bætti við:
„Til að geta lifað góðu lífi í Svíþjóð þarf maður að kunna sænsku.“
Foreldrar eiga að geta tekið þátt í sænskukennslu á meðan þeir eru í fæðingarorlofi og einnig á að verða auðveldarar fyrir innflytjendur, sem eru í vinnu, að fá sænskukennslu.
Nýlega kynntu jafnaðarmenn kosningaloforð sitt um að banna rekstur einkaskóla sem eru reknir á trúarlegum grunni. Þá sagði Ardalan Shekarabi, ráðherra, að í sænskum skólum eigi það að vera kennarar sem ráða för, ekki prestar og múslímaklerkar.
Flokkurinn vill ekki banna alla trúariðkun í skólum og það verður áfram heimilt að leggjast á bæn á skólatíma en ekki má vera með skipulagða trúariðkun.
Einnig á að taka tillit til stöðu trúarlegra minnihlutahópa í samfélaginu og því mun bann við rekstri skóla á trúarlegum grunni ekki ná til skóla gyðinga.