fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
FréttirPressan

Jafnaðarmenn vilja herða reglurnar – Ef hælisleitendur læra ekki tungumálið eiga þeir að missa opinberar bætur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 07:45

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september ganga Svíar að kjörborðinu og kjósa til þings. Stjórnmálaflokkarnir eru að sjálfsögðu byrjaðir að undirbúa sig undir kosningarnar og gær kynntu jafnaðarmenn nokkur af áhersluatriðum sínum fyrir komandi kosningar. Meðal þess sem þeir kynntu er vilji flokksins til að hælisleitendur og innflytjendur, sem eru atvinnulausir og fá opinberar bætur, verði skyldaðir til að sækja sænskunámskeið á vegum hins opinbera. Ef þeir gera það ekki eiga þeir að missa þær bætur sem þeir fá greiddar. Þetta á einnig að ná til þeirra sem hafa sótt um hæli en afgreiðslu mála þeirra er ekki lokið.

Það voru fjármálaráðherrann Magdalena Andersson og Ylva Johansson ráðherra atvinnumála sem kynntu þessar hugmyndir.

„Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þess að kunna góða sænsku, maður þarf ekki kunna hana fullkomlega til að geta tekið sér stöðu í sænsku samfélagi.“

Sagði Johansson og Andersson bætti við:

„Til að geta lifað góðu lífi í Svíþjóð þarf maður að kunna sænsku.“

Foreldrar eiga að geta tekið þátt í sænskukennslu á meðan þeir eru í fæðingarorlofi og einnig á að verða auðveldarar fyrir innflytjendur, sem eru í vinnu, að fá sænskukennslu.

Nýlega kynntu jafnaðarmenn kosningaloforð sitt um að banna rekstur einkaskóla sem eru reknir á trúarlegum grunni. Þá sagði Ardalan Shekarabi, ráðherra, að í sænskum skólum eigi það að vera kennarar sem ráða för, ekki prestar og múslímaklerkar.

Flokkurinn vill ekki banna alla trúariðkun í skólum og það verður áfram heimilt að leggjast á bæn á skólatíma en ekki má vera með skipulagða trúariðkun.

Einnig á að taka tillit til stöðu trúarlegra minnihlutahópa í samfélaginu og því mun bann við rekstri skóla á trúarlegum grunni ekki ná til skóla gyðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?