Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hafa verið birtar í Journal of Sexual Medicine. Vísindamenn rannsökuðu hversu mikla hreyfingu þarf til að karlmenn með æðakölkun bæti úr risvandamálum sínum. Eftir stífar æfingar í hálft ár, þar sem karlarnir æfðu í 40 mínútur fjórum sinnum í viku höfðu allir þátttakendurnir náð betri reisn.
Hjá körlum er æðakölkun orsök risvandamála í þremur af hverjum fjórum tilfellum. Æðakölkun lætur á sér bera þegar menn eldast og ofþyngd, skortur á hreyfingu og reykingar gera hana verri. Karlar undir fertugu geta einnig glímt við risvandamál ef þeir hreyfa sig lítið sem ekkert.
Til að fá reisn verður að vera gott blóðflæði og sveigjanleiki í æðunum. Æðarnar stífna og vera síður hreyfanlegar þegar æðakölkun lætur á sér kræla og þá geta risvandamál gert vart við sig.