Demókratar verða að teljast sigurvegarar kosninganna en fylgi þeirra stefnir í að verða 19,6 prósent en þeir fengu 11,8 prósent í kosningunum 2014.
Sara Olsvig, formaður IA, ræddi í morgun við formann Siumut og óskaði honum til hamingju með sigurinn er Siumut verður stærsti flokkurinn á þingi. Samkvæmt hefð þá er það stærsti flokkurinn sem fær fyrstur umboð til stjórnarmyndunar og því mun það væntanlega falla í hlut Siumut að reyna stjórnarmyndun.