fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
FréttirPressan

Seiðkona myrt á heimili sínu – Ferðamaður tekinn af lífi án dóms og laga vegna morðsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 15:30

Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að seiðkonan Olivia Arévalo fannst látinn á heimili sínu í Ucayali héraðinu í Amazon í Perú beindist reiði þorpsbúa að kanadískum karlmanni. Arévalo var skotin tveimur skotum í höfuðið en hún var 81 árs. Sebastian Woodroffe, 41 árs Kanadamaður, var einn sjúklinga Aréval.

Sumir þorpsbúar töldu að sonur Arévalo hafi skuldað Woodroffe peninga en aðrir töldu að Arévalo hefði verið myrt af liðsmanni glæpagengis sem hafi komið til að innheimta skuld hjá syni Arévalo. En hvað sem er rétt í þessu þá beindist reiði þorpsbúa að Woodroffe.

The Guardian segir að lögreglan hafi fundið lík hans grafið um einum kílómetra frá heimili Arévalo. Upptökur úr farsíma sýna að Woodroff var barinn og síðan hengdur að fjölda manns ásjándi, þar á meðal voru börn.

Höfðingi fólksins, sem tilheyrir Shipibo-Konibo ættbálknum, segir að innfæddir séu friðsamt fólk sem lifi í sátt við náttúruna en treysti ekki lögreglunni því brot gegn ættbálknum séu sjaldan upplýst.

Woodroffe fór til Perú til að kanna hvernig væri hægt að veita eiturlyfjasjúklingum góða meðferð með náttúrulegum lyfjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?