Sumir þorpsbúar töldu að sonur Arévalo hafi skuldað Woodroffe peninga en aðrir töldu að Arévalo hefði verið myrt af liðsmanni glæpagengis sem hafi komið til að innheimta skuld hjá syni Arévalo. En hvað sem er rétt í þessu þá beindist reiði þorpsbúa að Woodroffe.
The Guardian segir að lögreglan hafi fundið lík hans grafið um einum kílómetra frá heimili Arévalo. Upptökur úr farsíma sýna að Woodroff var barinn og síðan hengdur að fjölda manns ásjándi, þar á meðal voru börn.
Höfðingi fólksins, sem tilheyrir Shipibo-Konibo ættbálknum, segir að innfæddir séu friðsamt fólk sem lifi í sátt við náttúruna en treysti ekki lögreglunni því brot gegn ættbálknum séu sjaldan upplýst.
Woodroffe fór til Perú til að kanna hvernig væri hægt að veita eiturlyfjasjúklingum góða meðferð með náttúrulegum lyfjum.