Sérfræðingar hafa mestar áhyggjur af ástandinu á Ítalíu og Frakklandi þrátt fyrir að ástandið sé nú verst í Rúmeníu og á Grikklandi. Í Frakklandi hafa tilfellin nær þrefaldast síðan í mars og rúmlega tvöfaldast á Ítalíu.
Mislingar eru mjög óþægilegur sjúkdómur sem getur orðið fólki að bana. Útbrot fylgja sjúkdómnum en einnig geta lungnabólga og heilahimnubólga fylgt honum.
13 hafa látist af völdum mislinga í ríkjunum fjórum frá áramótum.
Þeir sem eru bólusettir gegn mislingum eða hafa fengið sjúkdóminn geta ekki smitast. Mislingar eru bráðsmitandi.