fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
FréttirPressan

Mislingafaraldur í nokkrum Evrópuríkjum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mislingafaraldur geisar  nú í Rúmeníu, Grikkland, Ítalíu og Frakklandi. Í þessum ríkjum er hlutfall bólusettra ekki nægilega hátt og því getur þessi skæði vírus látið til sín taka. Ástandið er verst í Rúmeníu en þar hafa 1.709 smit greinst frá áramótum að sögn evrópsku farsóttastofnunarinnar.

Sérfræðingar hafa mestar áhyggjur af ástandinu á Ítalíu og Frakklandi þrátt fyrir að ástandið sé nú verst í Rúmeníu og á Grikklandi. Í Frakklandi hafa tilfellin nær þrefaldast síðan í mars og rúmlega tvöfaldast á Ítalíu.

Mislingar eru mjög óþægilegur sjúkdómur sem getur orðið fólki að bana. Útbrot fylgja sjúkdómnum en einnig geta lungnabólga og heilahimnubólga fylgt honum.

13 hafa látist af völdum mislinga í ríkjunum fjórum frá áramótum.

Þeir sem eru bólusettir gegn mislingum eða hafa fengið sjúkdóminn geta ekki smitast. Mislingar eru bráðsmitandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?