Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað gagnrýnt samninginn sem var gerður á milli Íran og þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Trump hefur hótað að draga Bandaríkin út úr samningnum og taka upp refsiaðgerðir gegn Íran að nýju frá 12. maí. Niðurfelling refsiaðgerða gegn Íran var einmitt eitt af lykilatriðunum í samningnum.
Mike Pompeo, forstjóri CIA og verðandi utanríkisráðherra, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji „lagfæra“ samninginn en ef það tekst ekki vilji Bandaríkin vinna með bandamönnum sínum að breytingum á honum.
Rússar og Kínverjar styðja þetta ekki og á fundi utanríkisráðherra ríkjanna á mánudaginn ákváðu þeir að standa vörð um óbreyttan samning.