fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Nýr hægrisinnaður forseti Brasilíu hyggst hætta að vernda Amazon

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. desember 2018 19:00

Jair Bolsonaro Hefur verið líkt við Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta dag næsta árs verður Jair Bolsonaro settur í embætti forseta Brasilíu. Ef þessi 63 ára fyrrverandi kapteinn úr brasilíska hernum stendur við kosningaloforð sín mun jörðin öll finna fyrir áhrifum þeirra að mati sérfræðings. Bolsonaro er talinn vera öfgahægrimaður og eitt af kosningaloforðum hans var að afnema vernd sem Amazon, stærsti regnskógur heims, nýtur í Brasilíu. Skógurinn hefur oft verið nefndur lungu heimsins en hann skiptir miklu máli fyrir súrefnisframleiðslu jarðarinnar og upptöku gróðurhúsalofttegunda. Það var þó ekki þetta kosningaloforð sem heillaði Brasilíumenn heldur loforð hans um að taka á landlægri spillingu í landinu.

Skóglendið sem um ræðir og Bolsonaro vill hætta að vernda fyrir ágangi skógarhöggsmanna, bænda og námueigenda er tæplega 20 sinnum stærra en Þýskaland. Vistkerfi svæðisins er fjölbreytt og stendur undir um 20 prósentum af því súrefni sem er losað út í andrúmsloftið á jörðinni og því er oft talað um það sem lungu heimsins. Bolsonaro lofaði einnig að leggja hraðbrautir í gegnum Amazon. Stór hluti skógarins er einnig verndarsvæði frumbyggja Brasilíu en Bolsonaro hefur einnig ráðist gegn þeim og hefur meðal annars sagt að verndarsvæðin standi í vegi fyrir þróun.

Eins og kosningaloforð hans bera með sér er hann efasemdamaður um loftslagsbreytingarnar og hefur því að auki í hyggju að veikja umhverfisverndarstofnanir landsins, svipað og Donald Trump hefur gert í Bandaríkjunum, þannig að þær geti ekki lengur framfylgt lögum um vernd Amazon með því að „skrifa sektir alls staðar“ eins og hann hefur sjálfur sagt. Það er athyglisvert í því sambandi að hann sjálfur hefur ekki greitt sekt upp á sem nemur um 300.000 íslenskum krónum fyrir að hafa stundað veiðar á friðuðu svæði í Amazon.

Bolsonaro hefur líka í hyggju að fylgja fordæmi Trump og draga Brasilíu út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsbreytingarnar og aðgerðir gegn þeim. Ljóst er að einhverjar breytingar verða í þessum málaflokki því í síðustu viku tilkynntu brasilísk stjórnvöld að landið væri hætt við að halda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári og því þarf að finna nýjan gestgjafa.

Bolsonaro hefur útnefnt Ernesto Araujo, sem er mikill efasemdarmaður um loftslagsbreytingarnar, sem utanríkisráðherra. Araujo hefur meðal annars sagt að loftslagsbreytingarnar séu ekkert annað en samsæri marxista sem sé notað sem yfirvarp til að réttlæta fleiri lög og reglugerðir sem íþyngja efnahagslífinu og færi alþjóðlegum stofnunum meira vald yfir einstökum ríkjum heims. Þetta kyrki hagvöxt í kapítalískum lýðræðisríkjum og ýti undir hagvöxt í Kína.

Manaus
Bolsonaro ætlar að hætta að vernda Amazon-regnskóginn.

Alþjóðlegur þrýstingur

Amazon (Amazonas) þekur um sex milljónir ferkílómetra lands í Suður-Ameríku. Stærsti hlutinn, um 60 prósent, er í Brasilíu en restin er í Venesúela, Kólumbíu, Ekvador, Perú og Bólivíu. Skógurinn er rúmlega helmingur þess regnskógar sem eftir er á jörðinni og þar býr rúmlega helmingur þeirra plöntu- og dýrategunda sem til eru. Skógarhögg hefur verið sívaxandi vandamál frá sjöunda áratugnum en það náði hámarki á tíunda áratugnum þegar svæði á stærð við Spán var rutt til búa til beitiland fyrir kýr og ræktun sojabauna.

Það gæti þó dregið úr framkvæmdagleði Bolsonaro við að efna þessi kosningaloforð að aðgangur Brasilíu að evrópskum mörkuðum kynni að lokast, en þeir eru mikilvægir fyrir nautakjöt og sojabaunir. Nýlega gerði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, það ljóst að ef Brasilía drægi sig út úr Parísarsáttmálanum myndi hann ekki skrifa undir fríverslunarsamning ESB og Mercusur, sem er fríverslunarbandalag Brasilíu, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ, en hann er nær frágenginn. Macron sagðist ekki geta beðið franska bændur og verkamenn um að breyta framleiðsluaðferðum sínum eingöngu til að hann gæti skrifað undir viðskiptasamning við ríki sem fara aðrar leiðir.

Ekkert hefur heyrst frá Bolsonaro um þessi orð Macron. En hvað sem því líður er ljóst að mikil stefnubreyting er að verða í Brasilíu. Brasilíumenn voru gestgjafar þegar fulltrúar ríkja heims funduðu í fyrsta sinn 1992 og ræddu þörfina á sameiginlegum aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og umhverfismála. Landið lék stórt hlutverk á loftslagsráðstefnunni í París 2015 og átti stóran þátt í að Parísarsáttmálinn varð að veruleika. Brasilía er sjöundi stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og er því mjög mikilvægt ríki á þessu sviði. Aðgerðir landsins til að vernda Amazon hafa einnig lengi verið lofsamaðar sem dæmi um góðan árangur í baráttunni við að bjarga regnskógum jarðar.

Frá 2004 til 2014 dróst skógarhögg mikið saman en það er eitt af lykilatriðunum í loftslagsbaráttunni því Amazon tekur mikið magn koltvísýrings í sig. Þróunin hefur snúist við á síðustu árum. Eftirlitskerfi landsins veiktust í kjölfar óróans í kringum Dilma Rousseff forseta og brottvikningu hennar úr forsetaembætti. Á síðasta ári voru 8.000 ferkílómetrar skóglendis brenndir eða felldir en það er 13,7 prósenta aukning frá árinu áður. Nú óttast margir að þessi þróun muni halda áfram og verða hraðari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Salah segir að það sé ekkert nýtt að frétta

Salah segir að það sé ekkert nýtt að frétta
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Egill Þór er látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hélt framhjá kærustunni með frægri fyrirsætu: Hún hélt að ástin væri í loftinu – ,,Hann niðurlægði og notaði mig“

Hélt framhjá kærustunni með frægri fyrirsætu: Hún hélt að ástin væri í loftinu – ,,Hann niðurlægði og notaði mig“