fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025

Lygileg aðgerð ísraelsku leyniþjónustunnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. október 2018 17:00

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir margra ára njósnir og eftirlit hófst sex og hálfrar klukkustundar löng leynileg aðgerð ísraelsku leyniþjónustunnar í yfirgefinni lagerbyggingu í Teheran í Íran. Þar fundu útsendarar leyniþjónustunnar háleynileg skjöl, teikningar af kjarnorkuvopnum og yfirlit um smyglleiðir frá Íran. Þetta hljómar eiginlega eins og söguþráður í James Bond-mynd en þetta er blákaldur raunveruleiki að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar sem skýrði frá aðgerðinni.

Hún fór fram í janúar og skilaði ísraelskum stjórnvöldum miklu magni af skjölum sem sanna að Íranir hafi árum saman logið að umheiminum um kjarnorkumál sín og að þarlend stjórnvöld vinni enn að þróun kjarnorkuvopna. Þetta er að minnsta kosti skoðun og túlkun ísraelskra stjórnvalda á þessum skjölum.

Á fréttamannafundi í apríl lagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, þessi gögn fram og sagði að hér væri komið hálft tonn af sönnunum fyrir lygum Írana. Fréttamannafundurinn var í dramatískara lagi og það minnti helst á afhjúpun listaverks þegar Netanyahu svipti svörtu teppi af hillu þar sem margar möppur stóðu í röðum. Þær voru fullar af þessum skjölum að hans sögn en þau höfðu útsendarar leyniþjónustunnar fundið í lagerbyggingunni í Teheran. Nýlega skýrðu nokkrir þeirra sem tóku beinan þátt í aðgerðinni í Teheran síðan frá hvernig þetta fór allt fram og hvað var í lagerbyggingunni.

 

Minnti á bandaríska spennumynd

Einn leyniþjónustumannanna líkti aðgerðinni við söguþráð í bandarísku hasarmyndinni Ocean’s Eleven. Aðgerðin hófst 2016 en þá fengu Ísraelsmenn veður af að Íran, í kjölfarið á nýjum kjarnorkusamningi við Evrópusambandið og Bandaríkin, ætlaði að safna öllum skjölum sínum um kjarnorkuáætlun sína saman og geyma þær á einum stað. Ísraelska leyniþjónustan fór því að fylgjast með Íran til að reyna að hafa uppi á þessum skjölum.

Í janúar 2017 var skjölunum komið fyrir í yfirgefinni lagerbyggingu í útjaðri Teheran. Þá hófst undirbúningur að þjófnaði á skjölunum og ekki síður hvernig ætti að koma þeim úr landi. Áætlanagerðin og undirbúningur stóð yfir næsta árið. Það var síðan í janúar á þessu ári sem útsendarar Ísraela brutust inn í lagerbygginguna þegar þeir vissu að engin gæsla var þar. Til að vekja ekki athygli höfðu Íranir ekki sólarhringsvakt í byggingunni en treystu þess í stað á stórt og öflugt öryggiskerfi. Þessu komust útsendarar Ísraels fram hjá og gátu athafnað sig inni í byggingunni. Þar fundu þeir tvo stóra gáma sem innihéldu 32 peningaskápa. Þeim tókst að opna skápana og síðan smygla skjölunum frá Íran eftir leynilegri leið. Af öryggisástæðum vilja ísraelsk stjórnvöld ekki upplýsa hver sú leið er. Skjölin voru mörg eða um 50.000 síður auk 183 harðra diska.

Teheran
Mikil spenna í samskiptum Írana og Ísraelsmanna.

Sprengjur og tilraunastöðvar

Stór hluti af skjölunum staðfestir það sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur sýnt fram á og haldið fram í gegnum árin um kjarnorkumál Írana. En sum skjölin afhjúpa ýmislegt sem IAEA hafði ekki upplýsingar eða vitneskju um að sögn Ísraelsmanna. Þar má nefna staðsetningu neðanjarðartilraunastöðvar sem sérfræðingar IAEA höfðu lengi leitað að án árangurs.

Auk þess fundu leyniþjónustumennirnir teikningar af sprengjuoddi en Ísraelsmenn telja að Íranir hafi fengið aðstoð erlendis frá við að þróa hann. En það sem Ísraelsmönnum þykir mestur fengur í eru skjöl sem sýna, að þeirra sögn, að klerkastjórnin hefur reynt að halda kjarnorkuáætluninni gangandi eftir að hafa heitið því að láta af henni í kjölfar fyrrgreinds samnings við önnur ríki.

En það er ekki hlaupið að því að staðfesta staðhæfingar Ísraelsmanna. Margir hafa bent á að engar sannanir séu í skjölunum um að Íranir hafi brotið gegn samningum um kjarnorkumál. Írönsk stjórnvöld staðhæfa einnig að það sem Ísraelsmenn segja sé ekki rétt og að allt hafi þetta verið sett á svið til að sannfæra Donald Trump um að snúast gegn Íran áður en hann tók ákvörðun um hvort Bandaríkin myndu draga sig út úr kjarnorkusamningnum við Íran.

Alireza Miryousefi, fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í tengslum við þessa afhjúpun Ísraelsmanna á gögnunum úr lagergeymslunni að Íranir hafi alltaf sagt skýrt og skorinort að smíði gjöreyðingarvopna gangi gegn öllu því sem landið standi fyrir. Hugmyndin um að Íran myndi geyma viðkvæmar upplýsingar í yfirgefinni lagerbyggingu í Teheran væri auk þess svo fáránleg að það væri ekki hægt annað en að hlæja. Þetta væri nánast eins og Ísraelsmenn væru að reyna að komast að því hversu klikkaðar staðhæfingar þeir gætu sett fram og fengið Vesturlandabúa til að trúa.

Ísraelsmenn létu Trump vita af aðgerðinni og þeim gögnum sem þeir komust yfir snemma á árinu en eins og kunnugt er ákvað Trump að draga Bandaríkin út úr samningnum við Írani í maí en forveri hans á forsetastól, Barack Obama, hafði samið við Írani.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hvað Gary Neville gerði til að reyna að fá leiknum gegn Liverpool frestað

Sjáðu hvað Gary Neville gerði til að reyna að fá leiknum gegn Liverpool frestað
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gestur skrifar til mannsins sem sparkaði í hundinn hans – „Þessi framkoma er ekki fólki sæmandi“

Gestur skrifar til mannsins sem sparkaði í hundinn hans – „Þessi framkoma er ekki fólki sæmandi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United