fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Íranar hafa styrkt stöðu sína í valdataflinu í Mið-Austurlöndum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 14:30

Íranski byltingarvörðurinn er Bandaríkjunum þyrnir í augum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur örfoka og torfært eyðimerkursvæði á landamærum Sýrlands og Íraks dregið að sér mikla athygli ýmissa ríkja. Svæðið er um 20 kílómetrar að lengd. Þar hafa hersveitir, sem Íranar styðja, komið sér fyrir og hafa nú yfirráð yfir landamærunum. Hætt er við að þetta svæði verði nú miðpunktur mikils uppgjörs Bandaríkjanna og Írans um völd og áhrif í Mið-Austurlöndum.

Samkvæmt upplýsingum bandarískra og ísraelskra leyniþjónustustofnana er búið að koma upp einhvers konar herstöð fyrir allt að 8.000 stríðsmenn sjíta-múslima á svæðinu. Þeir berjast við hlið hersveita Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi, í borgarastyrjöldinni þar í landi og njóta stuðnings Írana í þeim átökum. Íranar hafa því tryggt sér stjórn beggja vegna landamæranna. Áhrifasvæði þeirra nær því nú í nokkurs konar hálfmána yfir Írak, Sýrland og Líbanon til Miðjarðarhafsins.

Á þessu svæði gætir og mun áhrifa Írana gæta enn frekar í framtíðinni. Með þessu hafa Íranar styrkt stöðu sína og tök sín á svæðum sjíta-múslima í Mið-Austurlöndum en um leið auka þeir áhrif sín í öllum heimshlutanum. Þessi hálfmáni Írana nær í raun allt að landamærum erkifjendanna í Ísrael sem eru allt annað en sáttir við þessa stöðu og fylgjast grannt með þróun mála. Lengi hefur verið vitað að Íranar vilja auka áhrif sín í Mið-Austurlöndum og nú hafa þeir tryggt landfræðilega stöðu sína enn frekar sem auðveldar þeim að auka pólitísk áhrif sín. Á öllu hálfmánasvæðinu hafa Íranar styrkt stöðu sína og hafa þeir til dæmis sent liðsmenn byltingarvarðarins og vígamenn til ýmissa svæða innan hálfmánans til að tryggja stöðu sína. Einnig eru íranskir herforingjar staðsettir víða.

Opinbera skýringin á þessum hernaðarumsvifum er að hermennirnir séu að aðstoða við vernd helgistaða sjíta-múslima. En hinn raunverulegi tilgangur dylst ekki, hann er að styrkja völd Írans á svæðinu. Allt frá byltingunni 1979, þegar klerkastjórnin komst til valda, hefur það verið draumur ráðamanna í Íran að komast til svo mikilla áhrifa og valda á svæðinu að Íranar hefðu beint aðgengi að Miðjarðarhafi. Þessir draumar færðust í aukana þegar stríðið í Írak hófst 2003 og efldust enn frekar þegar ljóst var að Íslamska ríkið færi halloka í Írak og Sýrlandi.

 

Bashar Al Assad
Hefur staðið af sér áralangt stríð.

Byltingarverðirnir koma víða við sögu

Í kjölfar hruns og mikilla ósigra hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við Íslamska ríkið, í Írak og Sýrlandi hafa sjíta-múslimar aftur komist til áhrifa og valda í Írak en liðsmenn Íslamska ríkisins eru súnní-múslimar. Í Sýrlandi eru hersveitir Bashar al-Assad og hersveitir hliðhollar honum við að sigra í borgarastríðinu en þessar hersveitir njóta stuðnings Írana og vígamanna á þeirra vegum.

Í Líbanon standa Hizbollah-samtökin sterk að vígi en þau njóta stuðnings Írana og eru raunar alveg undir stjórn þeirra. Óhætt er að segja að Íranar hnykli nú vöðvana í miklu pólitísku uppgjöri við hina erkifjendur sína, súnní-múslimana í Sádi-Arabíu, og ekki er annað að sjá en þeir hafi yfirhöndina, eins og er. Borgarastríðið í Jemen er einmitt vígvöllur þessara tveggja fjandríkja sem eru stórveldin í Mið-Austurlöndum. Þar beita þau fyrir sig ýmsum vígahópum sem þau styðja dyggilega við bakið á.

Það er Íranski byltingarvörðurinn, hersveitir klerkastjórnarinnar, sem sér um að tryggja hernaðarleg áhrif Írana í nágrannaríkjunum. Í Sýrlandi hafa allt að 100.000 liðsmenn hersveita, sem eru hliðhollar Bashar al-Assad, fengið þjálfun hjá Írönum. Það sama á við um liðsmenn erlendra vígasveita í Sýrlandi, sem eru hliðhollar einræðisherranum, þær hafa verið þjálfaðar af Írönum. Byltingarvörðurinn hefur komið upp stjórnstöðvum bæði í Írak og Sýrlandi.

 

Dregur Trump kosningaloforð sitt til baka?

Eitt af kosningaloforðum Donalds Trump í forsetakosningunum 2016 var að kalla alla bandaríska hermenn heim frá Írak þegar búið væri að ráða niðurlögum Íslamska ríkisins. Nú eru um 1.000 erlendir hermenn staðsettir á landamærum Sýrlands, Jórdaníu og Írak. Svo gæti farið að Trump hætti við að kalla bandarísku hermennina heim vegna síaukinna áhrifa Írana á svæðinu. Nú þegar hefur verið fallið frá hugmyndum um að kalla bandaríska hermenn heim frá norðurhluta Írak en þar eru nokkur þúsund bandarískir sérsveitarmenn á yfirráðasvæðum Kúrda. Eins og kunnugt er hefur Trump sagt upp samningi við Íran um kjarnorkumál og má segja að klerkastjórnin sé einn af höfuðandstæðingum hans. Hann vill því ógjarnan sjá klerkastjórnina komast til enn meiri áhrifa í Mið-Austurlöndum. Því neyðist hann hugsanlega til að hafa bandaríska hermenn áfram á svæðinu til að reyna að takmarka áhrif Írana. Ísrael og Sádi-Arabía eru bandalagsþjóðir Bandaríkjanna og því fara hagsmunir þeirra saman að mörgu leyti og allar vilja þessar þjóðir hindra að Íranar komist til valda og meiri áhrifa í heimshlutanum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?