fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Einn alræmdasti glæpamaður Berlínar myrtur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. október 2018 16:00

Nidal R. Skotinn átta sinnum um hábjartan dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. september síðastliðinn var fallegur dagur í Berlín. Sólin skein og börn léku sér úti í góða veðrinu og fullorðnir nutu blíðunnar. Í Tempelhofer Feld almenningsgarðinum í suðurhluta borgarinnar var fjölmennt. Börn, gamalmenni og allt þar á milli, voru þar á ferli, heimamenn og ferðamenn. Sumir voru að grilla, aðrir að borða ís. Glaðlegar raddir og góður dagur. Þar til skothvellirnir heyrðust. Fyrir framan ísbílinn lá maður í blóði sínu og blóðpollurinn stækkaði. Nærstaddir hlupu ráðalausir um, lítil börn stóðu í kringum manninn og blóðpollinn. Ramon Schack blaðamaður var fyrir tilviljun staddur í garðinum þennan dag og lýsti upplifun sinni í dagblaðinu Die Welt. Hann gekk að manninum og ávarpaði hann. Hann fékk ekkert svar, aðeins augnaráð sem hann „mun ekki gleyma“. Augnaráð manns sem deyr af völdum ofbeldisverks. „Andlitið er grátt, blóðið flæðir, augun hreyfast.“

Skömmu síðar kemur kona. Hún grætur og brotnar algjörlega saman við þessa sjón. Síðar komst Schack að því að hún er móðir mannsins sem er að deyja fyrir framan hana. Deyjandi maðurinn, Nidal R., var skotinn átta skammbyssuskotum á götu úti um hábjartan dag. Árásarmennirnir voru tveir en kennsl hafa ekki verið borin á þá. Nidal R. var síbrotamaður en hann eyddi 14 árum af þeim 36 sem hann lifði, í fangelsi.

Þýskir fjölmiðlar segja að morðið hafi verið afleiðing af átökum á milli arabísks glæpagengis, sem Nidal R., var félagi í, og tyrknesks glæpagengis. Það er á almanna vitorði að tyrknesk og arabísk glæpagengi stýra megninu af undirheimastarfsemi Berlínar og ráða þar mestu í fíkniefnaviðskiptum, vændi og innheimtu verndargjalds af fyrirtækjum. Glæpagengin leysa sín mál innbyrðis og leita ekki til yfirvalda til að kvarta undan keppinautum sínum. Þess í stað eru menn myrtir.

En með því að myrða Nidal R. um hábjartan dag á opinberum stað þar sem hætta var á að saklaust fólk yrði fyrir barðinu á ofbeldi færðist ofbeldið og átökin á nýtt stig. Fram að þessu hafa glæpagengin haldið átökum sínum að mestu út af fyrir sig. Ekki bætir úr skák að eiginkona Nidal R. og börn hans voru einnig til staðar. Í kjölfar morðsins hafði lögreglan miklar áhyggjur af hefndaraðgerðum og að glæpagengi Nidal R. myndi finna meinta sökudólga og drepa þá enda var ljósmyndum af hinu grunuðu dreift meðal vina og samverkamanna Nidal. R.

Tempelhofer Feld.
Vinsæll skemmtigarður í Berlín.

Einhvers konar táknmynd undirheimanna

Nidal R. er á margan hátt táknmynd undirheimanna í Berlín. Hann kom til Þýskalands 1990, þá átta ára. Fjölskylda hans hafði flúið frá Líbanon þar sem borgarastríð geisaði. Ekki leið á löngu þar til Nidal R. var kominn á fullt í afbrot. Lögreglan hafði fyrst afskipti af honum þegar hann var 10 ára. Þegar hann var 14 ára átti lögreglan þykka möppu með málum hans. Síðan hélt þetta áfram á sömu braut. Meiðyrði, hótanir, rán, ofbeldi, gróft ofbeldi og í ótal skipti var hann tekinn réttindalaus við akstur. Á Facebook-síðu hans eru einmitt margar myndir af honum og dýrum bílum.

Morðið á Nidal R. hefur vakið stjórnmálamenn til lífsins hvað varðar málaflokkinn og vilja þeir margir grípa til harðra aðgerða. Falko Liecek, starfandi borgarstjóri í Neukölln, þar sem glæpagengin halda aðallega til, vill grípa til harkalegra aðgerða gegn mönnum eins og Nidal R. Hann vill láta taka börn þeirra af þeim ef þau eru talin í hættu vegna afbrota foreldranna og eigi á hættu að verða sjálf glæpamenn. Á þinginu í Berlín nýtur þessi hugmynd stuðnings. Liecek segir að taka eigi bíla, fasteignir, húsgögn, Rolex-úrin og að lokum börnin af afbrotamönnum. Að öðrum kosti skilji þeir ekki alvöru málsins. Þeim finnist kerfið veikburða. Það þurfi að senda afbrotamönnum skýr skilaboð um að þetta verði ekki liðið. Sem dæmi hefur hann nefnt tvo bræður, 9 og 14 ára, sem koma frá einu alræmdasta glæpagenginu. Þeir eru báðir viðriðnir afbrot. Fjölskyldur þeirra vilja ekki starfa með yfirvöldum sem reyna að grípa inn í. Allt bendir til að bræðurnir verðir harðsvíraðir afbrotamenn að sögn Liecek. Hann segir að taka eigi bræðurna frá fjölskyldu þeirra í eitt ár hið minnsta til að koma þeim á rétta braut. Hann leggur einnig áherslu á að ef börn eru tekin frá fjölskyldunum þá eigi að vera eins lítil samskipti á milli þeirra og ættingja þeirra og hægt er til að koma í veg fyrir að fjölskyldurnar geti haft áhrif á börnin.

Hann vill einnig að gripið verði til ýmissa annarra aðgerða. Þar á meðal að komið verði upp sérstöku prógrammi til að auðvelda meðlimum glæpagengja að yfirgefa þau. Auk þess vill hann gera þeim erfitt fyrir við að stofna fyrirtæki til að koma í veg fyrir peningaþvætti. Í heildina vill hann að afbrotamennirnir séu áreittir eins mikið og hægt er og þeim gert lífið eins erfitt og hægt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“