fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Kínverjar taka sér stöðu í Afganistan til að verjast hryðjuverkum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. september 2018 16:00

Kínverski herinn fær nú heimild til „sérstaka hernaðaraðgerða“.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hinu sögulega Wakhan-anddyri, sem liggur á milli Afganistan og Kína, er verið að byggja stórt hernaðarmannvirki. Fáum sögum fer af tilgangi mannvirkisins eða hver eða hverjir eru að byggja það, að minnsta kosti er fátt um svör þegar spurt er á opinberum vettvangi. Svæðið er erfitt yfirferðar og fáir búa þar en talið er að um 12.000 manns búi þar. Wakhan-anddyrið tengir Afganistan og Kína saman á mjóu svæði sem er eins og fyrr sagði erfitt yfirferðar. Það þykir liggja nokkuð ljóst fyrir að Kínverjar tengist verkefninu en þetta er í fyrsta sinn sem kínverski herinn hefur beina aðkomu að hernaðarverkefni í Afganistan. En Kínverjar þvertaka fyrir að koma nokkuð nálægt verkefninu sem og að þeir komi á nokkurn hátt nálægt hernaðarverkefnum í Afganistan. Það eina sem þeir gangast við að gera í Afganistan er að eiga öðru hverju í pólitískum viðræðum um aðgerðir gegn hryðjuverkum, annað ekki.

En South China Morning Post, sem er með höfuðstöðvar í Hong Kong, segir að heimildir blaðsins innan kínverska hersins segi að hernaðarmannvirkið sem verið er að byggja sé fjármagnað af kínverska hernum en sé í Afganistan. Auk þess segja heimildarmenn blaðsins að fyrirhugað sé að staðsetja 500 kínverska hermenn í hernaðarmannvirkinu, sem er líklegast einhvers konar herstöð, þegar það er tilbúið. En bæði afgönsk og kínversk stjórnvöld þvertaka fyrir það. Afganska sendiráðið í Kína sagði í faxi til South China Morning Post að engir kínverski hermenn myndu nokkru sinni stíga fæti á afganska jörð.  En síðan segir sendiráðið að Afganar kunni vel að meta veru Kínverja og að samvinna ríkjanna tveggja og herja þeirra sé náin. Þetta er í algjörri mótsögn við opinbera afstöðu kínversku ríkisstjórnarinnar en talskona hennar vísaði þessu algjörlega á bug á fundi í kínverska utanríkisráðuneytinu.

Afghönsk börn við Wakhan-hliðið

Sterkur orðrómur

En sterkur orðrómur hefur lengi verið á kreiki um að Kínverjar væru að koma sér fyrir á svæðinu. Þetta hefur komið fram í fjölmiðlum og þá hafa mörg samtök, sem beina sjónum sínum að þessum hluta Mið-Asíu, heyrt af þessu. Fréttastofan Fergana News skýrði frá því fyrr á árinu að Kínverjar hefðu samið við Afgana um að fjármagna og byggja hernaðarmannvirki í Wakhan-anddyrinu. Anddyrið, svokallaða, er mjótt landsvæði sem er eina tengingin á milli Afganistan og Kína. Þetta er einhvers konar stuðpúði sem var búinn til í lok nítjándu aldar til að skilja þáverandi stórveldi svæðisins að en það voru Rússland og Breska heimsveldið. Anddyrið er 350 kílómetra langt og nær frá afganska Badakhshan-héraðinu til Xinjiang í Kína. Þetta er hálendissvæði án vega en með fjölmörg fjöll sem teygja sig allt að 5.000 metra upp fyrir sjávarmál. Fáar leiðir eru um anddyrið en þær eru þó til. Meðal annars er talið að Marco Polo hafi farið til Kína eftir einni þeirra þriggja leiða sem þekktar eru á svæðinu. Opinberlega hefur verið lokað fyrir umferð á milli ríkjanna í rúmlega 100 ár þar sem Kínverjar hafa lokað landamærum sínum en það er hin óopinbera umferð fólks sem veldur ráðamönnum í Peking ákveðnum höfuðverk og áhyggjum. Landamæri ríkjanna eru 95 kílómetra löng og liggja eins og fyrr sagði að Xinjiang-héraðinu í Kína. Þar eiga úígúrar, sem eru múslimar, heimkynni en kínversk stjórnvöld telja héraðið gróðrarstíu hryðjuverkastarfsemi. Kínversk stjórnvöld telja anddyrið vera hugsanlega leið fyrir hryðjuverkamenn og vopn inn og út frá Kína.

Margar tilraunir hafa verið gerðar til að fá Kínverja til að opna landamærin þannig að þaðan væri fær leið inn í norðausturhluta Afganistan. Síðast reyndu bandarískir stjórnarerindrekar að fá Kínverja til þess fyrir níu árum. En Kínverjar hafa ekki ljáð máls á þessu. Markmið þeirra er að koma í veg fyrir alla óæskilega umferð um landamærin vegna hættu á að þar fari hryðjuverkamenn og vopn um. Kínverjar hafa veitt sem nemur um átta milljörðum íslenskra króna í hernaðaraðstoð við Afganistan á undanförnum þremur árum og hafa peningarnir verið eyrnamerktir baráttunni gegn hryðjuverkum. Kínverjar óttast að öfgasinnaðir múslimar hreiðri um sig í og við anddyrið og geti tekið upp samstarf við hryðjuverkahópa í Xinjiang. Þeir myndu síðan ógna Kína og verða miðstöð hryðjuverkastarfsemi í Kína og nærliggjandi ríkjum sem gegna mikilvægu hlutverki í Silkileiðaráætlun Kínverja en samkvæmt henni á leiðin að liggja um Tadsjikistan, Úsbekistan og Kirgistan. Það er því rökrétt að koma upp herstöð og gera þannig einhvers konar tappa í anddyrinu til að koma í veg fyrir ferðir hryðjuverkamanna. Kínverjar hafa einmitt gert það sama í Tadsjikistan undanfarin tvö ár en þar hafa þeir byggt ellefu landamærastöðvar á landamærum Tadsjikistan og Afganistan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum