fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FréttirPressan

Ekkert lát á morðöldunni í vinsælli ferðamannaparadís – 5 lík fundust í bíl

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. apríl 2018 19:00

Frá Mexíkó. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert lát er á morðöldunni sem hefur geisað í Cancun í Mexíkó. Ekki er langt síðan að DV skýrði frá því að 14 hefðu verið myrtir í borginni á aðeins 36 klukkstundum. Í síðustu viku fundust 5 lík í bíl. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á líkin.

Á síðasta ári voru 29.158 morð framin í Mexíkó og ef þróunin verður sú sama í ár og undanfarin ár má reikna með miklu fleiri morðum en á síðasta ári. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru morðin 21 prósent fleiri en á sama tíma á síðasta ári.

Ástandið er mjög slæmt í Cancun en þar hafa minnst 118 verið myrtir það sem af er ári. Morðin í Cancun tengjast aðallega eiturlyfjaneytendum og þeim sem stunda viðskipti með eiturlyf. Ferðamannaiðnaðurinn er stór atvinnugrein í Cancun og óttast er að morðaldan muni fæla ferðamenn frá. Þróun mála þykir minna illþyrmilega á það sem gerðist í Acapulco sem var eitt sinn vinsæll ferðamannastaður en er nú einn þeirra staða í Mexíkó þar sem morðtíðnin er einna hæst.

Breski fréttamaðurinn Krishan Guru-Murthy var nýlega í Mexíkó að vinna að gerð fréttaþáttarins Dateline. Hann segir að yfirvöld reyni að fegra stöðuna og draga upp glansmynd af Cancun þrátt fyrir öll morðin. News.com.au hefur eftir honum að það sé eins og lögreglan vilji ekki að neinn uppgötvi að morð eru framin í borginni. Hann telur að stjórnmálamenn á svæðinu séu undir miklum þrýstingi og telji sig nauðbeygða til að leyna því hversu há morðtíðnin er til að ekki verði úr efnahagslegar hamfarir í ferðamannaiðnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð