Þetta sagði hann í samtali við Berlingske.
Hann sagði það „óásættanlegt“ að það sé forseti í Bandaríkjunum sem segi svona lagað um Grænland og þess vegna sé hann sjálfur „vaknaður“. Hann segist vita mæta vel að gagnrýni hans á Trump muni gera hann óvinsælan.
„Enginn með fulla fimm, trúir að við munum ráðast inn í Grænland eða gera Kanada að 51. ríkinu. En það er það sem hann segir og mér finnst þetta vera eyðileggjandi. Þetta er vandræðalegt,“ sagði þingmaðurinn.