Hallgrímur hefur verið í auga woke-stormsins svokallaða síðustu daga og skiptust hann og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á föstum skotum um hugmyndafræðina og áhrif hennar.
Sigmundur Davíð skaut á Hallgrím á samfélagsmiðlinum X í fyrrakvöld þar sem hann sagði:
„Síðustu dagar hafa fært okkur bestu skilgreininguna á orðinu woke. Hvað er Woke? Woke er Hallgrímur Helgason.“
Hallgrímur deildi skjáskoti af færslu Sigmundar á Facebook í gærkvöldi og sagði:
„Besta vika lífs míns varð allt í einu ennþá betri!“ Lét Hallgrímur hláturtjákn fylgja með í kjölfarið.
Fylgjendur Hallgríms á Facebook eru þeirrar skoðunar að þetta sé frábært hrós fyrir hann og að minnsta kosti einn hvetur hann til að gera eitthvað listrænt úr færslu Sigmundar Davíðs.
„Ramma inn… þú mátt alveg skreyta ramman og vinna með conceptið áfram, en ekki láta þetta týnast,“ segir einn.