NBC News skýrir frá þessu og segir að fólk í innsta hring Trump hafi ráðlagt honum að ræða ekki símleiðis við Pútín áður en Pútín fellst á algjört vopnahlé í Úkraínu.
NBC News hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum. Þeir sögðu að Trump geti að sjálfsögðu ákveðið að tala við Pútín en hafi verið ráðlagt að gera það ekki.
Skýrt var frá þessu eftir að bandarískir og rússneskir embættismenn funduðu í Hvíta húsinu í síðustu viku. Fulltrúi Rússa var Kirill Dmitryiev, forstjóri rússneska fjárfestingarsjóðsins RDIF, en fulltrúi Bandaríkjanna var Steve Witkoff, sem er sérstakur útsendari Trump í Miðausturlöndum. Witkoff hefur einnig tekið þátt í fundum varðandi málefni Úkraínu.
Dmitryiev fundaði einnig með bandarísku þingmönnunum Lindsey Graham og Marywayne Mullin. Var það gert að beiðni Trump. Var meðal annars rætt um skilyrðin fyrir því að binda enda á stríðið í Úkraínu og kröfur Pútíns varðandi vopnahlé.