fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 10:19

Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi árið 2022. Mynd/Rikisend.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun hafnar með öllu „tilhæfulausum aðdróttunum“ Félags atvinnurekenda (FA) um vanhæfi hvað málefni Íslandspósts ohf. varðar. Eins hafnar embættið því að hafa með einhverjum hætti villt um fyrir Alþingi þegar það birti niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu, en úttektin var birt í mars árið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu en þar er embættið að bregðast við frétt Morgunblaðsins í gær.

Morgunblaðið greindi frá því að FA hafi sent erindi til innviðaráðuneytis þar sem því er haldið fram að Ríkisendurskoðun hafi skort hæfi til að gera áðurnefnda úttekt. Embættið hafi ekki lagt mat á það hvort Póst- og fjarskiptastofnun og síðar Byggðastofnun hafi tekist að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. FA telur að Ríkisendurskoðun hafi skautað fram hjá þeim meginbeiðnum sem komu fram í skýrslubeiðni Alþingis. Eins hafi ekki verið dregið fram hvort framlög Íslandspósts vegna veitingar alþjónustu væru rétt reiknuð. FA telur niðurstöður úttektarinnar hafi átt að villa um fyrir Alþingi og hafi Ríkisendurskoðun hjálpað Íslandspósti að stilla upp tölum til að tryggja opinbera hlutafélaginu sem hæst framlög úr ríkissjóði.

Ríkisendurskoðun segir þetta af og frá og tekur fram að FA hafi ekki sent Ríkisendurskoðun afrit af bréfinu og ekki átt í nokkrum samskiptum við embættið vegna „þessara aðdróttana“.

„Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar. “

Niðurstöður úttektarinnar séu skýrar og standi óhaggaðar. Margar þær spurningar sem komu í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki beinst að lögbundnu hlutverki og verksviði Ríkisendurskoðunar.

„Það er t.d. ekki hlutverk embættisins að túlka og skýra lög. Jafnframt lutu margar spurningar að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum en Ríkisendurskoðun endurskoðar ekki þær ákvarðanir. Engu að síður leitaðist Ríkisendurskoðun við að svara spurningum Alþingis alfarið í samræmi við fyrirliggjandi staðreyndir.“

Ríkisendurskoðun segir það alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi enda sé ríkisendurskoðandi trúnaðarmaður þingsins að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármunum ríkisins.

„Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður