fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Máttu birta nöfn brotlegra báta

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 18:30

Ein af starfsstöðvum Fiskistofu er við Fornubúðir í Hafnarfirði. Mynd: Skjáskot/Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskistofu var heimilt samkvæmt lögum um persónuvernd að birta á heimasíðu sinni nöfn og númer fiskiskipa sem svipt höfðu verið veiðileyfi auk þess að birta upplýsingar um útgerð viðkomandi skipa. Þetta er niðurstaða Persónuverndar vegna kvörtunar Landssambands smábátaeigenda.

Kvörtunin var lögð fram 2022 á grundvelli þess að persónuupplýsingar um félagsmenn hefðu verið birtar í formlegum ákvörðunum um sviptingu veiði- og vigtunarleyfa sem aðgengilegar voru öllum á heimasíðu Fiskistofu.

Vildi sambandið meina að með nafngreiningu útgerða og félaga þegar um smábátasjómenn væri að ræða þá jafngilti slík birting þeirra eigin nafnbirtingu þar sem fáir starfi um borð á vegum slíkra útgerða og félaga. Hafi því að mati sambandsins verið ljóst að um persónugreinanlegar upplýsingar væri að ræða sem birtar séu opinberlega í stjórnvaldsákvörðunum Fiskistofu.

Vildi sambandið meina að engar nafnbirtingar væru nauðsynlegar í ákvörðunum Fiskistofu til að stofnunin uppfyllti þær lagaskyldur sem hvíli á henni. Taldi sambandið þær ekki nauðsynlegar vegna almannahagsmuna. Vildi sambandið einnig minna á að um væri að ræða íþyngjandi ákvarðanir sem gætu vakið upp umræðu um mögulega refsiverða háttsemi viðkomandi einstaklinga, án undangenginnar sakamálarannsóknar.

Gagnsæi

Fiskistofa var hins vegar á öndverðum meiði og vísaði m.a. í lög um umgengni við nytjastofnar sjávar og sagði að samkvæmt þeim lögum ætti stofnunin að birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda og tilgreina þar heiti skips, skipaskrárnúmer, útgerð skips, tilefni leyfissviptingar og til hvaða tímabils svipting nái. Vísaði Fiskistofa sömuleiðis til ákvæða laga um stofnunina sjálfa og sagði opinbera birtingu nauðsynlega til að bæta umgengni við nytjastofna sjávar og til að auka gagnsæi í störfum stofnunarinnar.

Taldi stofnunin einnig vera til staðar ríka almannahagsmuni af opinberri birtingu slíkra upplýsinga í ákvörðunum er snúi að sviptingu veiði- og vigtunarleyfa. Sagði Fiskistofa að sanngjarnt tillit hefði verið tekið til einkahagsmuna og persónuverndarsjónarmiða með því að birta umræddar ákvarðanir að hluta en ekki í heild. Stofnunin vísaði enn fremur til þess að upplýsingar um heimilisfang útgerðaraðila séu afmáðar og í tilfelli einstaklinga sem eru útgerðaraðilar séu kennitölur þeirra einnig afmáðar. Nafn skipstjóra og kennitala viðkomandi sé almennt afmáð ef það komi fram í ákvörðuninni.

Ekki persónuupplýsingar

Í niðurstöðu Persónuverndar kemur meðal annars fram að leggja beri til grundvallar að upplýsingar um heiti skips, skipaskrárnúmer og útgerð skips teljist ekki vera persónuupplýsingar þar sem þær lúti í eðli sínu að lögaðila. Þrátt fyrir það telur Persónuvernd ljóst að í ákveðnum tilvikum, þar á meðal í þessu umrædda máli, geti birting slíkra upplýsinga, auk málavaxtalýsingar, í ákvörðunum Fiskistofu falið í sér vinnslu upplýsinga sem séu persónugreinanlegar.

Segir Persónuvernd að ekki verði séð að Fiskistofu sé heimilt samkvæmt lögum um umgengni við nytjastofna sjávar og lögum um stofnunina sjálfa að víkja frá skyldu sinni til þess að birta opinberlega ákvarðanir um sviptingu veiðileyfa og afturköllun vigtunarleyfa, þar sem fram komi upplýsingar um heiti skips, skipaskrárnúmer og útgerð skips í þeim tilvikum þegar skip eða útgerð ber nafn útgerðarmanns eða er rekið sem einkafirma.

Telur Persónuvernd að Fiskistofu sé heimilt samkvæmt lögum um persónuvernd að birta slíkar upplýsingar og einnig í ljósi þess að stofnunin afmái upplýsingar um heimilisfang útgerðaraðila, bæði einstaklinga og lögaðila, nafn skipstjóra og kennitölu, ásamt kennitölu einstaklinga í þeim tilvikum þegar nafn þeirra sé birt þar sem þeir sé jafnframt útgerðaraðilar, áður en ákvarðanir séu birtar á vefsíðu stofnunarinnar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður