fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 16:30

Alls er um 34 vegarkafla að ræða. Mynd/Garðabær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðabær hyggst lækka hámarkshraða á alls 34 vegarköflum í sveitarfélaginu. Er þar með fylgt fordæmi Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs sem hafa þegar lækkað hámarkshraða víða.

Á fundi bæjarráðs í dag var verkfræðiskýrsla um lækkun leyfilegs hámarkshraða kynnt og umhverfissviði falið að gera tillögur að lækkun í Garðabæ með vísan í niðurstöður skýrslunnar.

Tilgangurinn er einkum að ná fram fækkun slysa, sérstaklega á óvörðum og yngri vegfarendum. Það sé mat ráðgjafa að ávinningurinn sem felst í auknu umferðaröryggi sé mikilvægari en sú staðreynd að aksturstími geti aukist.

Sjá einnig:

Fylgja fordæmi Reykjavíkur og lækka hraða víða – Samspil merkja og hraðahindrana best

Alls er um 34 vegarkafla sem sveitarfélagið rekur, ekki Vegagerðin. Algengt er að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst í 40, eins og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. En einnig er um annars konar lækkanir, svo sem úr 30 km/klst í 15 og úr 70 km/klst í 50.

Í skýrslunni kemur fram að 40 slys hafi orðið á umræddum vegarköflum. Samfélagslegt tjón þeirra er metið um 620 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að hægt yrði að fækka slysum niður í 23 á sama tímabili, eða um tæplega 5 á ári. Sparnaðurinn sé 300 milljón krónur á ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður