fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. apríl 2025 08:30

Enginn treystir Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump höfðaði mál á hendur höfundi breskrar skýrslu, sem var lekið til fjölmiðla í janúar 2017 skömmu áður en Trump tók við forsetaembættinu í fyrsta sinn, og krafðist bóta.

Í skýrslunni voru settar fram fullyrðingar um að Trump hefði átt í samstarfi við Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016 og að Trump hefði tekið þátt í „afbrigðilegu kynlífi“ í Rússlandi.

Einnig kom fram að Vladímír Pútín „styddi og stýrði“ aðgerð sem hefði að markmiði að gera Trump að forsetaefni og hafi aðgerðin varað í minnst fimm ár.

Margt af því sem kemur fram í skýrslunni hefur aldrei verið staðfest að sögn The Guardian.

En málshöfðun Trump endaði ekki vel fyrir hann því í febrúar 2024 vísaði breski hæstaréttardómarinn Karen Steyn kærunni frá og sagði að ekki lægu fyrir „óyggjandi rök“ sem styddu að málið yrði rekið fyrir dómi.

Niðurstaðan var að Trump þyrfti að greiða tæpan helming kostnaðarins við málaferlin en það vildi hann ekki. Vegna þess að hann vildi ekki greiða kostnaðinn var hann útilokaður frá þinghaldi, sem fór fram í síðustu viku, þar sem dómarinn kvað upp úr um að Trump skuli greiða allan málskostnaðinn en hann svarar til um 110 milljóna íslenskra króna.

Dómarinn sagði upphæðina vera „sanngjarna“ og að 12% dagvextir verði reiknaðir á hana þar til Trump innir greiðslu af hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fulltrúar Carbfix sátu fyrir svörum á Húsavík eftir að hafa sett Hafnarfjörð á ís – Spurt um kostnað og öryggi

Fulltrúar Carbfix sátu fyrir svörum á Húsavík eftir að hafa sett Hafnarfjörð á ís – Spurt um kostnað og öryggi