fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Sólveig Anna sendir Hallgrími kaldar kveðjur: „Það er ömurlegur málflutningur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú veist vonandi að ég heiti ekki Efling, heldur Sólveig Anna,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í svari sínu til rithöfundarins Hallgríms Helgasonar.

Eins og greint hefur verið frá lentu þau Sólveig Anna og Hallgrímur í orðaskaki í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær þar sem woke-hugmyndafræðin svokallaða bar á góma.

Sjá einnig: Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

DV fjallaði um málið í gær en til að gera langa sögu stutta sagði Sólveig Anna að woke-ið væri ein mest óþolandi hugmyndafræði sem hægt væri að hugsa sér og að vinstri menn þyrftu að átta sig á því að tími þess sé liðinn, enginn þoli það lengur.

Sökuð um að tala eins og Trump

„Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á Sólveigu Önnu tala gegn woke. Ég bara trúi því ekki,“ sagði Hallgrímur og hristi hausinn og sakaði síðar Sólveigu Önnu um að tala eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Þá hló Sólveig Anna og sagði fólk sem héldi slíku fram lifi í búbblu.

Hallgrímur gerði málið upp í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi, sem DV fjallaði um í morgun, þar sem hann sagði meðal annars að það hefði komið á óvart að heyra Sólveigu Önnu kalla woke-ið ömurlegt.

Sjá einnig: Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“

„Ég hljóp á mig og sagði hana tala eins og Trump, en sá samstundis fyrir mér þessa frétt á Vísi, sá eftir T-orðinu og bað hana afsökunar í þættinum,” sagði hann og hélt áfram:

„Í kjölfarið fagna svo verkalýðsforingjanum allir hægridúddarnir á X-inu og Snorri Másson poppar af gleði. Verð að játa að ég sá þessar vendingar ekki fyrir. Hélt að woke væri sjálfsagður hlutur öllu vökulu fólki og velmeinandi. En þarna ná Efling og Miðflokkurinn óvænt saman, sem og Mistflokkurinn í Valhöll. En við höldum kúrs og lúffum aldrei á mannréttindum allra, hvar í kyni, húðlit, stríðum og óréttlæti sem þau standa. Veljum alltaf mannúð gegn mannhatri!”

„Mikill woke-botn sem þú ert kominn á með því“

Í athugasemd sinni undir færslu Hallgríms minnir hún á að hún og Efling séu ekki sami hluturinn.

„En fyrst þú vilt dyggðaskreyta þig með því að láta eins og ég/Efling séum einhverskonar mannhatarar og rasistar þá vil ég segja að það er ömurlegur málflutningur. Mikill woke-botn sem þú ert kominn á með því,“ segir hún og heldur áfram:

„Í Eflingu hefur frá því að ég tók við forystu verið unnið það sem mögulega væri kallað frumkvöðlastarf ef um aðra en okkur væri að ræða, í því að opna félagið fyrir öllu félagsfólki og tryggja að allt fólk sé ekki bara velkomið heldur geti tekið þátt í pólitísku starfi félagsins sem og menningarlegu. Við túlkum alla fundi (höfum fyrir vilja okkar til að tryggja að þau sem ekki skilja íslensku geti tekið þátt stundum verið sökuð um að elska ekki þjóðtunguna). Við þýðum öll gögn. Við birtum allar fréttir á fleiri tungumálum en íslensku. Við erum með stórar samninganefndir mannaðar Eflingarfólki alls staðar aðkomnu úr heiminum þar sem að allir hjálpast að við að skilja aðstæður. Allar glærur á fundum og námskeiðum eru tvítyngdar (og allt til viðbótar textatúlkað). Allt okkar félags-pólitíska starf gengur útá að Eflingarfólk standi saman – sama hver menningarlegur, trúarlegur eða landfræðilegur bakgrunnur er. Í stjórn félagsins er fólk með gríðarlega fjölbreyttan bakgrunn, sama með trúnaðarráð og alla aðra vettvanga okkar. Ég gæti áfram talið upp dæmi um þá höfuðáherslu sem við leggjum á að allt Eflingarfólk sé ávallt velkomið og vel séð í öllu starfi. Þú finnur ekkert annað verkalýðsfélag á þessu landi sem vinnur með sambærilegum hætti, og þó viðar væri leitað. Við vinnum svona af því að við trúum á gildi lýðræðisins og samstöðunnar.“

Sólveig Anna sendir Hallgrími Helgasyni kaldar kveðjur í lokin:

„En af því að þú kallaðir mig trumpista í gær viltu í dag kalla mig mannhatara. Enda mikill mannvinur og réttsýn í einu og öllu – segir þér í það minnsta spegilmyndin. Ég myndi flissa ef að þetta væri ekki svona tremendously sad eins og stundum er sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Enginn treystir Trump
Fréttir
Í gær

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst