fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. apríl 2025 12:30

Hilmar Þór Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að Evrópa sé ekki lengur í forgangi hjá Bandaríkjunum og NATO sé að veikjast:

„Samskipti Bandaríkjanna og Evrópu eru nú í uppnámi og óvissa um það sem kallað hefur verið „The Transatlantic Link“ með NATO í fararbroddi. Við þetta bætist svo spennan í Norður-Ameríku með tali Donald Trumps Bandaríkjaforseta um að breyta Kanada í fylki. Trump vill bæta samskiptin við Rússland og ber augljóslega vissa virðingu fyrir Vladímír Pútín forseta Rússlands. Með bættum samskiptum við Rússland vill Trump líka styrkja stöðu sína gagnvart Kína. Evrópa er ekki lengur í forgangi í hjá forseta Bandaríkjanna. NATO er að veikjast.“

Hilmar segir að eftirfarandi þrjú svæði skipti núna mestu máli fyrir Bandaríkin: „Asía vegna uppgangs Kína, Persaflóinn vegna olíu og svo Evrópa sem hefur minnkandi vægi. Ofan á allt bætist nú  viðskiptastríð þar sem Bandaríkin leggja tolla meðal annars á hefðbundin bandalagsríki sín.“

Pútín vill friðarsamninga fyrst

„Ég veit ekki hvort Trump hefur hlustað mikið á kröfur Pútin varðandi lok Úkraínustríðsins. Bandaríkin virðast vilja vopnahlé í Úkraínu fyrst, svo friðarsamninga. Pútin vill hinsvegar friðarsamninga fyrst, svo vopnahlé. Stjórnvöld í Úkraínu tala líka um vopnahlé sem Pútin vill ekki nema langtímalausn komi með friðarsamningum þar sem hann telur að tekið hafi verið nægilegt tillit til öryggishagsmuna Rússlands. Við þessar aðstæður verður ekkert alvöru vopnahlé heldur áframhaldandi stríð.“

Hilmar segir að stefna ESB varðandi Úrkaínustríðið leiði ekki til friðar:

„ESB vill ekki aflétt viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi og heldur áfram vopnasendingum. Ekki mun þessi stefna leiða til vopnahlés. Rússar eru erfiðir og standa fast á sínu, en það er spurning hvort útilokað sé að lifa á nágrenni við þá. Evrópa á ekki neinn kost annan en að lifa í nágrenni Rússlands. Evrópa hefur ekki her til að verja Úkraínu og NATO-ríki Evrópu geta ekki sent hermenn til Úkraínu nema Evrópa vilji heimstyrjöld á tímum þegar stuðningur Bandaríkjanna í varnarmálum virðist óviss. Úkraínu skortir bæði vopn og mannafla.“

Hlimar segir Trump ekki hafa nein augljós tromp á hendi gagnvart Pútín. „Hann getur ekki beitt tollum því að sáralítil viðskipti eru nú á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi mun eflaust sjá tækifæri í þessum tollum og auka viðskipti sín við önnur ríki, þar á meðal lönd sem hafa talist hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna en horfast nú í augu við tolla.“

Tollastríð og afleiðingar þess

„Þetta er skrítin staða að Bandaríkin sem hafa áratugum saman talað fyrir frjálsum viðskiptum í heiminum eru nú komin í allsherjar viðskiptastríð við umheiminn. Þessi stefna er líkleg til að hægja á hagvexti í heiminum, valda aukinni verðbólgu og óvissu um framtíðina. Það er spurning hvað verður um Alþjóðaviðskiptastofnunina og þær reglur sem tók áratugi að þróa og koma á og stuðluðu að frjálsari alþjóðaviðskiptum.“

Hilmar segir að Bandaríkjamenn hafi áður stuðlað að frjálsum heimsviðskiptum:

„Það voru Bandaríkin sem höfðu forgöngu um stofnun GATT sem síðar varð Alþjóðaviðskiptastofnunin. Öll lönd í heiminum nutu góðs af þessu, líka Bandaríkin. En heimurinn sem var er nú horfinn og óvissa um hvað nákvæmlega við tekur. Hvernig ætli samskipti Trumps verði við Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, báðar stofnarnir sem Bandaríkin höfðu forgöngu um að setja á fót og hafa höfuðstöðvar í Washington, DC?

Bestu viðbrögð landa við tollum Trump kunna að vera að lágmarka viðskipti við Bandaríkin og auka viðskipti við önnur ríki. Þetta getur skaðað Bandaríkin til lengri tíma litið. Svo er spurning hvað aðrar þjóðir gera. Verður alþjóðlegt viðskiptastríð þar sem flest lönd hugsa bara um það sem þau upplifa sem sína þrengstu hagsmuni? Eitt er víst að stöðugleikinn í alþjóðaviðskiptum er nú horfinn og óvissa tekin við.

Tollastríð er sérstaklega slæmt fyrir lítil opin hagkerfi eins og Ísland en við þurfum að sjá hver viðbrögð annarra ríkja verða. 11,5% af vöruútflutningi okkar árið 2024 fór til Bandaríkjanna, 9,6% til Bretlands, en yfir 60% inn á Evrópska efnahagssvæðið.“

Veikir alþjóðastofnanir

„Donald Trump er enginn aðdáandi alþjóðastofnana. Þær munu nú veikjast sem gerir samstarf þjóða erfiðara, þar er líklegt að allir tapi í lokin. Svona ástand getur svo í versta falli leitt til styrjalda þó engin leið sé til að sá slíkt fyrir.

Staða Úkraínu í dag er sorgleg. Rússar hafa tekið mikilvægt land af Úkraínu, Bandaríkin vilja auðlindir og ESB heldur áfram vopnasendingum og fleiri ungir Úkraínumenn fara á vígvöllinn.

Ég býst við að Donald Trump hafi sagt Evrópuleiðtogum að héðan í frá standi þeir að mestu einir í Úkraínustríðinu. Leiðtogar ESB tala nú um að fjárfesta 800 milljarða evra til að styrkja varnir sambandsins, en það tekur tíma að byggja upp heri Evrópuríkja og ESB hefur ekki sameiginlegan her og er myndað að 27 þjóðríkjum í ólíkri stöðu og með ólíka hagsmuni.

Það mun sennilega taka Evrópu meira en 10 ár að byggja upp sæmilega öfluga heri og óljóst hvort tekst að stofna sameiginlegan ESB her í framtíðinni. Þjálfun hermanna og uppbygging hergagnaiðnaiðnaðarins í Evrópu mun taka tíma. Evrópa hefur nú hvorki hergagnaiðnaðinn til að tryggja sigur Úkraínu í þessu stríði né heldur efnahaginn til að byggja Úkraínu upp að stríði loknu. Stuðningur Bandaríkjanna er óviss og þess vegna þarf Evrópa að fara að leita diplómatískra leiða til að Úkraínustríðinu ljúki og það hefði átt að gera fyrir löngu síðan. Donald Trump er búinn að átta sig á þessu en leiðtogar Evrópu ekki.

Eins og staðan er nú geta Rússar í áframhaldandi stríði náð meira landi af Úkraínu, t.d. reynt að loka algerlega á aðgang landsins að Svartahafinu. Evrópuríki NATO höfðu skiptar skoðanir um NATO aðild Úkraínu í Búkarest í apríl 2008, en létu samt undan þrýstingi George W. Bush. Síðan þá er varla hægt að segja að ESB haf haft neina sjálfstæða utanríkisstefnu. ESB vill ekki tala við Pútin, en forseti Bandaríkjanna gerir það og virðist fara vel á með þeim. Rússland hefur svo gott samband bæði við Kína og Indland.

Einhvern tíma þurfa Vesturlönd að átta síg á því að Rússar vilja ekki vopnahlé heldur friðarsamninga. Samt er reynt að tala við þá um vopnahlé fyrst. Við þessar aðstæður heldur stríðið bara áfram með minni stuðningi Bandaríkjanna og meiri þrýstingi á Evrópu. Staðan í Úkraínustríðinu hefur algerlega breyst eftir að Donald Trump tók við af Joe Biden. Evrópa er nú á allt annarri blaðsíðu en Bandaríkin.

Ég býst samt við að Úkraína muni komast frá þessu stríði sem ríki, en spurning hvað verður mikið eftir að landinu sem þeir ráða yfir þegar stríðinu loksins lýkur. Engin NATO aðild er í sjónmáli. Trump mun ekki senda mikið meira af vopnum til Úkraínu í framtíðinni. Sá tími er liðinn. Evrópa þarf að endurhugsa sína stefnu bæði í varnarmálum og í utanríkisviðskiptum. ESB þarf að átta sig á því að heimurinn er breyttur og stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar. Alþjóðasamskipti eru oft miskunnarlaus og snúast oft um að velja skásta kostinn af slæmum kostum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Enginn treystir Trump
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna

Gervigreindar klám gæti brátt orðið mun vinsælla en hið hefðbundna
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst