Þetta kemur fram á vef Martha Stewart sem bendir á að Samuel Thayer, bandarískur söngvari og rithöfundur, hafi lengi notað grófar rætur fífla til að búa til koffínlausan drykk, fíflakaffi. Thayer segir að fíflakaffi sé svo gott að hann vilji frekar drekka það en venjulegt kaffi.
Besti uppskerutíminn fyrir ræturnar er á vorin eða haustin. Þá er best að taka þær, þurrka þær, brenna (eins og kaffibaunir) og mala.
Það er hægt að kaupa malaðar fíflarætur sums staðar en áhugafólk sér bara um það sjálft að ná sér í rætur og meðhöndla þær.
Snemma á vorin er hægt að nýta hjarta og krónu fíflanna, það má borða þetta hrátt eða nota við matseld. Snöggsteiking eða steiking við lágan hita, breytir þeim í mikið lostæti. Ung blöðin eru mild og stútfull af vítamínum, aðallega A- og K-vítamíni og kalsíum. Þau eru notuð víða um heim, í frönsk salöt með beikoni til rétta í Miðausturlöndum.
Það er hægt að nota blóm fíflanna í tertur, salöt eða djúpsteikja þau. Einnig er hægt að nota þau í gerjaða drykki eins og heimagerða gosdrykki eða klassískt fíflavín.