Kynferðisbrotadeild lögreglunnar rannsakar nú meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað í Reykjavík fyrir um tveimur vikum síðan. RÚV greinir frá en í fréttinni kemur fram að þrír hafi þegar verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að hafa setið í haldi lögreglu í fimm daga.
Rannsókn málsins gengur vel en lögregla veitir ekki frekar upplýsingar um málið að svo stöddu.