fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, mælti þann 31. mars fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Frumvarpið felur í sér að ekki lengur verður gerð krafa um samþykki annarra eigenda íbúða í fjölbýlishúsum fyrir gæludýrahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum stigagangi.

Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu en til dæmis er félag ofnæmis- og ónæmislækna á móti þessum breytingum og eins hefur Astma- og ofnæmisfélag Íslands kallað eftir víðtæku samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.

Einar Kárason, rithöfundur, birti á Facebook í dag áhugaverða sögu sem lýsir því hvernig núverandi fyrirkomulagi er stundum beitt með fjandsamlegum hætti. Hann segir sögu ekkju sem var gert að losa sig við besta vin sinn, ekki út af ofnæmi heldur bara út af leiðindum. Einar fagnar fyrirhuguðum breytingum.

„Þetta með bann við gæludýrum í fjölbýli: Kona sem ég þekki býr í blokk með eldra fólki og sagði mér frá því að þangað flutti fyrir ekki löngu síðan önnur kona sem var þá nýorðin ekkja. Sú seldi húsið eftir að hafa misst manninn og keypti þarna í blokkinni og flutti inn með litla hundinn sinn sem þau hjón höfðu átt. Þetta var smáhundur sem komst fyrir í tösku og þannig hafði hún hann á leið gegnum sameignina er hún fór með hann út, annars var þetta gæfa og glaðlega dýr inni í íbúð konunnar.

Konan hafði ekki varað sig á að það þurfti samþykki allra annarra íbúa fyrir dýrahaldi. Allir í blokkinni voru vel sáttir við þessa tilhögun, enda káfaði dýrið ekkert uppá þá, nema einn kall. Einn þverhaus sem vildi nota sér réttinn til að banna dýrið, láta farga því. Hann hafði engar röksemdir, ekkert ofnæmi eða neitt, þetta var bara svona leiðindaskarfur eins og víða eru til. Og ekkjan varð að láta frá sér litla hundinn, besta vin sinn og huggara.

Það er gott ef ríkisstjórnin ætlar að milda svona ömurlega þversum og mannfjandsamlega löggjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“