fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Þór gekk út þegar hann sá verðið – „Venjulegur kaffibolli 750 kall“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segist hafa gengið inn á kaffihús og strax út aftur eftir að hann sá verðið á kaffibollanum.

„Kíkti á stað sem heitir Reykjavík Roasters á horni Stórholts og Brautarholts. Þar kostar venjulegur kaffibolli 750 kall. Labbaði út.“

Færsluna skrifar Þór í Facebook-hópinn Vertu á verði-eftirlit með verðlagi.

Tveimur sem skrifa athugasemd þykir verðið okur, aðrir koma með til samanburðar verð á kaffibolla á Kastrup flugvellinum í Kaupmannahöfn í Danmörku og Gardemoen flugvellinum í Oslí í Noregi.

Kona nokkur bendir á að verðið fyrir bollann sé komið í 1.100 kr. hjá Te og kaffi og annar segist hafa fengið sér cappucino og hylkið hafi kostað 75 kr. 

Karlmaður bendir á að Reykjavík Roasters sé handverkskaffihús. 

„Þetta er samt fyndið því Rvk Roasters flytur inn hágæða kaffi, bæði af siðferðislegri virðingu til að forðast fjöldaframleiðslu og með góða meðferð starfsfólks, og þeir rista kaffið sjálfir og eru með nokkra af bestu kaffibarþjónunum á Íslandi. Fólk mun samt bera þetta saman við einhverja kaffihús sem selur fjöldaframleitt kaffi frá framleiðendum eins og Gevalia og Nescafé sem græðir milljarða um allan heim og fólk mun kalla þetta græðgi.“

Eftir ábendingu um að kaffið hafi hrapað í gæðum hjá þeim segist maðurinn ekki hafa farið sjálfur í nokkurn tíma, en ítrekar:

„En aðalástæðan fyrir því er sú að fólk er að bera saman handgerða framleiðslu og mér finnst það bara svo slæmt að gera það þar sem við getum ekki borið saman kaffihylki sem er framleitt í einhverri verksmiðju á færibandi við eitthvað sem er handgert og með þekkingu og færni sem er ekki sambærileg. Ég held líka að stundum hafi RvkRoaster ekki alltaf búið til kaffi sem mér líkaði en það er líka reynsla af árstíðabundinni fjölbreytni og framleiðendafjölbreytni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka