fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 10:30

Slysið varð í gærmorgun, laust fyrir klukkan 9. Skjáskot/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keyrt var á mann á hjóli í gær nálægt Sjálandsskóla í Garðabæ. Ökumaðurinn flúði af vettvangi. Maðurinn sem keyrt á hefur kært málið en varar fólk einnig við gatnamótunum sem eru óvanaleg og flókin.

Slasaður og með skemmt hjól

Þór Heiðar Ásgeirsson var að hjóla yfir götuna Löngulínu í Sjálandshverfinu í Garðabæ rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun þegar ekið var í veg fyrir hann. Kom hann svo hratt að Þór gat ekki stoppað hjólið nógu snemma. Féll hann ofan á bílinn og svo í götuna.

Í stað þess að aðgæta með Þór þá keyrði ökumaðurinn í burtu, suður Löngulínu. Um var að ræða gráan jeppa, annað hvort Toyota Land Cruiser eða Nissan Patrol telur Þór.

Þór slasaðist við þessa byltu og er með mikil eymsli í rifjum. Einnig skemmdist hjólið hans, það er framgjörðin á því er beygluð.

Glæpur að flýja vettvang

Í samtali við DV segist Þór vilja finna ökumanninn og hefur kært málið til lögreglunnar. En það er brot á 14. greinar umferðarlaga að flýja af vettvangi glæps. Þar segir:

„Vegfarandi sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi skal nema staðar, hvort sem hann á sök á því eða ekki. Hann skal enn fremur grípa til eftirfarandi ráðstafana, eftir því sem við á.“

Flókin gatnamót

Þór segir einnig að gatnamótin sem ákeyrslan varð á séu mjög flókin. Þrjár íbúðagötur komi inn á Löngulínu á mjög stuttum kafla með göngustíg í miðjunni. Svo er þar innkeyrsla í bílakjallara hjá Löngulínu 10.

„Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana, gangandi og á hjóli,“ segir Þór.

Vara fólk við

Fleiri hafa bent á hættuna sem stafar af gatnamótunum. Meðal annars í færslu í hverfisgrúbbu.

„Skömmu áður voru skólabörnin mín í 1. og 3. bekk að hjóla þarna sömu leið í skólann. Vil ekki hugsa hvað hefði gerst ef þau hefðu orðið fyrir jeppa á þessum stað. Bílstjórar, hægið á ykkur, leggið frá ykkur símana. Það eru líf í húfi,“ segir áhyggjufullur faðir, sem hvetur fólk sem hafi upplýsingar um ökumanninn sem um ræðir að hafa samband við Þór. Klára þurfi svona mál gagnvart tryggingarfélögum og skrá óhappið í slysagrunn Samgöngustofu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð