Það sauð upp úr í fjölskylduerjum á Kanaríeyjum síðastliðinn sunnudag. Er lögregla koma á vettvang ógnaði maður, sem var ber að ofan, lögreglumönnum með hnífi.
Atvikið átti sér stað í Vega de San Mateo, á Gran Canaria. Lögregla var kölluð á vettvang vegna ofsafenginnar háttsemi mannsins. Sveiflaði hann þá hnífnum í áttina að lögreglumönnunum og lét afar ófriðlega. Lögreglumennirnir sögðu honum ítrekað að leggja vopnið frá sér. Er hann hlýddi því ekki skaut einn lögreglumannanna hann einu skoti í annan fótinn. Áverkinn sem af því hlaust var ekki lífshættulegur og er ástand mannsins sagt stöðugt.
Ítarleg rannsókn er hafin á málinu en myndband af atvikinu má sjá í frétt Canarian Weekly, hér.