fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 19:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Bergmann, áhugamaður um betra samfélag, skrifar athyglisverða grein sem birtist hjá Vísi í dag þar sem hann veltir fyrir sér stöðu þeirra sem eiga erfitt með bóknám og passa ekki í kassa kerfisins. Sérstaklega ef það er ekki hægt að tryggja þeim aðgang að verknámi. Þó að ýmislegt hafi breyst frá því að Davíð var sjálfur olnbogabarn kerfisins sé hópur ungra drengja sem ekki getur lesið sér til gagns að stækka milli ára á sama tíma og atvinnumöguleikum ómenntaðra er að fækka.

Davíð bendir á að enginn óski sér að glíma við námserfiðleika. Sjálfur rekur hann sínar áskoranir til höfuðhöggs sem hann varð fyrir sem 9 mánaða barn.

Endalausir ósigrar

„Þessi misserin eru börn í 10. bekk að ljúka grunnskólagöngu sinni, þar á meðal börn sem hafa ekki getað lesið sér til gagns. Þessir einstaklingar eiga líka eftir að sækjast eftir að fara í framhaldsskóla landsins ef þau hafa sjálfstraustið til þess, bakland og getu, og sér í lagi í verknám, og þá verður að vera skilningur og pláss fyrir þau í því námi að mínu mati og það á ekki að vera í boði að við séum að hafna ungu fólki um að komast í verknám á 21. öldinni vegna aðstöðuleysis.

Ég get fullvissað ykkur um það að mörg af þeim einstaklingum sem hafa upplifað endalausa ósigra í grunnskólum ætla líka að sækja um núna í haust til að komast í nám, en hvar passa þau inn í „kerfin“ sem eiga „bókina sem sinn óvin?“ Og hvernig ætlum við að halda utan um þau og hvaða þjónustu ætlum við að bjóða þeim upp á?“

Davíð telur að mörg úr þessum hóp séu nú kvíðinn yfir framtíðinni, þetta muni svo bara versna í haust þegar þau reka sig enn og aftur á kerfi sem er ekki ætlað þeim. Það sé engin tilviljun að í desember árið 2022 hafi rúmlega 3.000 einstaklingar á aldrinum 16-24 hvorki verið í námi né vinnu.

Hann veltir einnig fyrir sér vélvæðingunni og erlendu vinnuafli sem hafa valdið því að störfum sem krefjast ekki menntunar hefur fækkað verulega.

Samfélagið þurfi að gera ráð fyrir þessum hóp. Það þurfi úrræði sem grípa þegar fólk dettur úr lestinni. Jafnvel stefnulausir unglingar þurfi að upplifa að þeir tilheyri einhverju. Því muni það á endanum borga sig margfalt að styrkja verknám og annað undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla. Það sama eigi um hóp innflytjenda – þar megi verja auknu fjármagni til að hjálpa þeim að læra íslensku.

Varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg

Davíð rifjar upp eigin reynslu, en hann segist sjálfur vera einn þeirra sem áttu enga samleið með bóknámi sökum námserfiðleika.

„Sjálfur var ég olnbogabarn skólakerfisins og þekki það af eigin raun að passa ekki inn í kassann vegna minna sértæku námserfiðleika sem ég átti við að stríða, sem stafa út frá einu höfuðhöggi sem ég fékk sem smábarn. Þá var ég aðeins 9 mánaða gamall og afleiðingin af því höggi var að ég fékk einhvern heilaskaða sem er kallaður ADHD og ADD í dag. ADHD er ekki bara meðfætt heldur getur það komið sem fylgifiskur af t.d. höfuðhögi sem gerði það að verkum að ég varð seint læs og átti alltaf arfiðleika með að læra á bókina og það stafaði fyrst og fremst af einbeitingarskorti.“

Þegar Davíð var barn var þekkingin á þessari taugaröskun minni og hún er í dag og voru námserfiðleikarnir kallaðir öðrum nöfnum á borð við óþekkt og leti. Þá var börnum eins og Davíð gjarnan holað í sérstaka skóla langt frá heimilum sínum.

„Þetta plagaði mig langt inn í fullorðinsárin og sér í lagi þegar ég sem ungur maður gerði ítrekaðar tilraunir til að sækja mér menntun einhverjum árum eftir grunnskólanám sem ég féll að sjálfsögðu í. Þegar kom að því að læra á bókina tók upp sig sama skólaforðun og ég var að glima við í grunnskóla“

Við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð tekur fram að auk þess hafi sjálfstraustið verið í molum eftir að hafa stöðugt upplifað ósigra í námi. Hann reyndi eins við verknám en þar beið samt líka bókin ógurlega. Þó ýmislegt hafi breyst til batnaðar á þessum 49 árum sem hafa liðið síðan telur Davíð að krakkar í hans stöðu séu enn að upplifa ónot við að horfa á eftir jafnöldrum sínum sem hafa fengið miklu betri forgjöf í lífinu.

Þrátt fyrir allar breytingarnar þá séu sumir hlutir eins og mögulega versnað.

„Það getur ekki verið tilviljun að drengjunnum fjölgi alltaf sem geta ekki lesið sér til gagns á milli ára; við hljótum þá að vera að gera eitthvað vitlaust. Það geta ekki allir lært á bókina, hvað þá nýtt þá þekkingu sem stendur í henni til að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði.

Því sú tilfinning að vera lúser í lífinu hefur ekkert breyst milli kynslóða og ef eitthvað hefur það versnað því menntunarkröfurnar eru alltaf að aukast frá ári til árs og ef þú getur ekki verið á stoppustöðinni á réttum tíma þegar lífsvagninn keyrir fram hjá og ef þú formast ekki inn í kerfin okkar vertu þá utan þeirra því þegar vagninn er farinn verður skipt um leiðarkerfi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“