fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 13:30

Candace fór í dæmigert ferðalag til Íslands. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að Ísland sé dýrt ferðamannaland en hversu dýrt er það í krónum og aurum? Bandarískur ferðamaður að nafni Candace sýndi það svart á hvítu hvað dæmigert ferðalag kostar fyrir erlendan ferðamann á Íslandi.

Candace greinir frá þessu í færslu á TikTok rás sinni, Call Me Candace. En hún dvaldi hér í sjö daga.

Í myndbandsfærslu sýnir hún nákvæmlega hvað hún eyddi í mismunandi hluti í ferðalaginu. Hér er kostnaðurinn:

 

Flug – 843,21 dollarar (108.530 krónur)

Gisting – 1.435 dollarar (184.699 krónur)

Bílaleiga – 1.145,47 dollarar (147.433 krónur)

Matur – 405,17 dollarar (52.149 krónur)

Afþreying – 300 dollarar (38.613 krónur)

Annað – 300 dollarar (38.613 krónur)

 

Í heildina gerir þetta 4.428,85 dollara eða 570.037 krónur. Það er 81.434 krónur á dag að meðaltali.

Candace var hins vegar í þriggja manna hópi þannig að hlutir eins og gisting og bílaleiga deilast á fleiri. Kostnaðurinn á mann var því 2.038,21 dollari eða 262.338 krónur. Það er 37.484 krónur á dag. Augljóst er því að það borgar sig að ferðast saman í hóp.

@callmecandace.tv How much I spent in Iceland 🇮🇸 do yall think this trip is worth it? #callmecandacetv #fyp #icelandtrip #iceland #travelcreator #atlfoodie #costbreakdown #solotrip #traveltok ♬ original sound – Call Me Candace TV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu