Bogi Ágústsson, fráfarandi fréttaþulur RÚV og fyrrverandi fréttastjóri ríkisfjölmiðilsins, las sinn síðasta fréttatíma í kvöld, eftir nær hálfrar aldar feril.
Bogi hefur nú kvatt fréttastofu RÚV en verður áfram umsjónarmaður Heimsgluggans þar sem hann ræðir heimsmálin alla fimmtudaga á Morgunvaktinni á Rás 1.
„Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur,“ sagði Bogi í kveðju sinni til áhorfenda en kveðjuna má sjá hér.