fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. apríl 2025 20:00

John Moe The var settur í steininn fyrir færsluna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Mjanmar hafa handtekið vinsælan stjörnuspeking. Spáði hann hörðum jarðskjálfta í sem aldrei raungerðist.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Stjörnuspekingurinn John Moe The er mjög vinsæll í Mjanmar. Hann hefur meira en 30 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann er nú kominn upp á kant við lögregluyfirvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra í herræðisríki á borð við Mjanmar.

Gríðarstór skjálfti

Þann 9. Apríl síðastliðinn spái John Moe því að eftir tólf daga kæmi gríðarlega harður jarðskjálfti sem myndi skekja allar borgir Mjanmar.

„Fólk ætti ekki að vera í háum byggingum þennan dag,“ skrifaði John Moe í færslu með myndbandi á TikTok. Á myndbandið horfðu 3,3 milljónir manns. „Takið alla mikilvæga hluti með ykkur og hlaupið burt frá byggingum þegar það byrjar að skjálfa.“

Gríðarlega harður jarðskjálfti hafði nýlega riðið yfir landið, það er þann 28. mars. Var hann upp á 7,9 á Richterskala og hundruð eftirskjálfta fylgdu. Eyðileggingin í landinu var gríðarleg og vel á sjötta þúsund manns fórust sem og 67 manns í Tælandi og 1 í Víetnam. Auk gríðarlegra skemmda á nýlegum byggingum urðu miklar skemmdir á fornum minjum, svo sem musterum.

Handtekinn á þriðjudag

Það var því enginn húmor í landinu fyrir falsspá eins og John Moe bauð upp á á samfélagsmiðlareikningi sínum. John Moe, sem er 21 árs gamall, var handtekinn á þriðjudag á heimili sínu í borginni Monywa samkvæmt tilkynningu herforingjastjórnarinnar í Mjanmar.

„Við fengum ábendingu um falsfréttaflutning sem væri verið að dreifa á TikTok reikningi um að alvarlegir jarðskjálftar myndu ríða yfir,“ sagði í tilkynningunni. Ólöglegt er að dreifa falsfréttum í Mjanmar. „Við munum bregðast við þessu eins og lögin segja til um. Einnig munum við bregaðst við öllum sem skrifa eða dreifa falsfréttum.“

Voru úti á götu

Í blaðinu er vitnað í viðtal við konu að nafni Nan Nan, sem býr í Yangon, stærstu borgar Mjanmar. Hún hafði séð færsluna hjá John Moe og ekki trúað henni. En hún þekkti fólk sem hafði trúað spádóminum, þar á meðal nágranna hennar.

„Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér og voru úti á götu allan daginn,“ sagði Nan Nan. „Vinur minn tók hús fyrir utan Yangon á leigu til að búa sig undir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd