fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. apríl 2025 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaþólska kirkjan hefur verið mikið í umræðunni undanfarna viku eftir að Frans pafi lést á annan í páskum. Leikarinn Hinrik Ólafsson minnir á að saga kaþólsku kirkjunnar er myrk. Því fékk hann að kynnast sjálfur þegar hann stundaði nám í Vínarborg og kynntist ungum mönnum sem höfðu alist upp innan kirkjunnar og verið í Vínardrengjakórnum frá ungum aldri. Allir ungu mennirnir höfðu upplifað kynferðislega misnotkun innan safnaða sinna af hendi þjóna og yfirboðara kirkjunnar.

Hinrik deilir reynslu sinni í færslu á Facebook. Hann stundaði nám við Tónlistarháskóla Vínarborgar um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þar kynntist hann nokkrum ungum mönnum sem höfðu byrjað tónlistarnám sitt innan kirkjusafnaða og verið í kaþólskum drengjakórum frá unga aldri.

„Þeir sögðu mér allir sem einn frá kynferðismisnotkun og öðru ofbeldi sem þeir urðu fyrir innan katólsku safnaðanna af hendi þjóna og yfirboðara kirkjunnar til margra ára.“

Hinrik minnir á að á þeim tíma sem hann kynntist þessum ungu mönnum var umræðan um kynferðisofbeldi ekki jafn opin og í dag, hvað þá kynferðisofbeldi gegn börnum eða kynferðisofbeldi innan kirkjunnar. Hinrik átti því erfitt með að skilja það sem samnemendurnir voru að deila með honum. Ekki fyrr en hann sá berum augum hvaða áhrif ofbeldið hafði á þá.

„Ég hlustaði á raunir vina minna og átti erfitt með að setja mig í spor þeirra. Trúði þeim jafnvel ekki um tíma. Þar til við vorum við athöfn/tónlistarflutning í einni af 365 katólsku kirkjum Vinarborgar. Þá hnippir einn af samnemendum mínum í mig og segir, „passaðu þig á honum þessum andskota“ og bendir á skrúðmikinn kall með mikinn túrba í skrautklæðum gangandi um með reykelsiskúpul og sprota. Kyrjandi réttlætisbænir og hvar syndina er að finna. Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans. Síðan horfði ég á alla hina samnemendur mína og þeir litu á mig með ólýsanlegum djúpum sorgarsvip.“

Eftir tónlistarflutninginn fór hópurinn beint á næsta krá.

„Þar fékk ég að upplifa og heyra hvaða marbletti þessir ungu vinir báru í hjarta og sál… Nokkrum árum síðar frétti ég að þessi vinur minn með grátbólgnu augun hefði tekið líf sitt. Ég hef alltaf átt erfitt með kaþólsku kirkjuna síðan. Á erfitt með að heimsækja slík hýsi. Í öllum heimsálfum hefur þessi kirkjusöfnuður drottnað og haldið fólki í höftum ótta og ofbeldis. Já…í margar aldir og gengið gegn frjálsri hugsun og framförum mannsandans. Meira að segja hér á landi eigum við fólk sem hefur svipaða sögu að segja af þjónum í þessum söfnuði…og það fyrir stuttu síðan.“

Með færslu sinni deilir Hinrik frétt The Guardian frá í janúar þar sem fjallað var um að Frans ´pafi hefði erft stóran hvítan kassa frá forvera sínum. Kassinn var fullur af gögnum sem varða hin ýmsu hneykslismál innan kaþólsku kirkjunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Í gær

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd