fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi.

Ákært er vegna atburða sem urðu í heimahúsi sunnudaginn 5. nóvember árið 2023. Ákærði er sagður hafa ráðist með ofbeldi og hótunum gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, í barnaherbergi, eldhúsi og þvottahúsi á þáverandi heimili hennar.

Hann hafi rifið hana upp úr rúmi í barnaherbergi og hrint henni á sófa sem þar var. Hann hafi dregið hana eftir gólfinu fram í eldhús, sparkað ítrekað í hana, meðal annars í andlit. Hann hafi síðan hrint henni svo hún féll aftur fyrir sig á þurrkara í þvottahúsinu, öskrað á hana, ógnað henni ítekað með hníf og hótað henni lífláti. Þrýsti hann hnífnum meðal annars að kvið hennar og hótaði því að „klára þetta“.

Hann ýtti syni þeirra sem varð vitni að árásinni ítrekað úr úr eldhúsinu og þvottahúsinu þegar drengurinn reyndi að stöðva árásina.

Konan hlaut ýmsa áverka af árásinni, mest bólgur, mar og eymsli. Segir í ákæru að ákærði hafi ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar og sonarins á alvarlegan hátt og hann hafi sýnt drengnum varnvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi.

Fyrir hönd konunnar er krafist fjögurra milljóna króna í miskabætur og fyrir hönd drengsins tveggja milljóna króna.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“