fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Jóni ofboðið og segir að nútíminn taki sér refsi­vald yfir hinum dauðu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eft­ir að aðför­in að sr. Friðriki hófst stofnuðum við fjöl­marg­ir sem kynnt­umst hon­um óform­leg sam­tök til að fara yfir málið, kynna okk­ur til hlít­ar. Við telj­um „hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa“ að niðurstaða sr. Bjarna Karls­son­ar og Sigrún­ar Júlí­us­dótt­ur sál­fræðings sé yf­ir­borðsleg, ófull­nægj­andi og röng.“

Þetta segir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar Jón um mál séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, sem komst í hámæli fyrir um einu og hálfu ári um það leyti sem ævisaga um hann kom út. Þótti bókin varpa ljósi á skuggahliðar í lífi hans, sérstaklega samband hans við unga drengi og hrifningu hans á þeim.

Sjá einnig: Skuggahliðar eins dáðasta Íslendings síðustu aldar – „Ég held að allir hafi í rauninni vitað þetta mjög lengi“

Galdrabennur

Jón segir í grein sinni að nútíminn taki sér refsi­vald yfir hinum dauðu. Stytt­ur séu brotn­ar, bæk­ur og mann­orð fólks brennt í vít­isloga ákær­enda, óháð sönn­un­um um sök, og kraf­ist að þeirra bíði sömu ör­lög og bann­færðra að kaþólsk­um sið á miðöld­um.

„Sr. Friðrik Friðriks­son, ást­sæl­asti leiðtogi í ís­lensku æsku­lýðsstarfi, hef­ur orðið harðast úti í þess­um nú­tímagaldra­brenn­um. Aðför að hon­um hófst rúm­um 60 árum eft­ir and­lát hans. Nú, tveim­ur árum síðar, er vert að gaum­gæfa hvað ákær­end­ur höfðu fram að færa og með hvaða hætti dóm­ur var upp kveðinn yfir hon­um,“ segir Jón meðal annars og heldur áfram:

„Eft­ir út­gáfu bók­ar um sr. Friðrik þar sem dylgjað var um kyn­hneigð hans, án þess að sýnt væri fram á sök af hans hálfu, settu þrír ein­stak­ling­ar fram dylgj­ur um sr. Friðrik. Sr. Bjarni Karls­son aug­lýsti eft­ir fórn­ar­lömb­um og sett­ist síðan ásamt sál­fræðingi í stól rann­sak­anda, síðan sak­sókn­ara og loks dóm­ara. Dóm­ur­inn var í sam­ræmi við það sem við mátti bú­ast af fólki með fyr­ir­framskoðanir á mál­inu og því van­hæft til að fjalla um það auk þess að þekkja ekki til grunn­reglna ís­lensks réttar­fars.“

Lögfull sönnun liggur ekki fyrir

Jón segir að séra Friðrik hafi verið „dæmdur sekur“ án þess að gætt hafi verið lágmarksreglna réttarríkisins um rannsókn, gagnaöflun, málsvörn og sönnun.

„Sagt var að „hafið væri yfir skyn­sam­leg­an vafa, að sr. Friðrik væri sek­ur um óviðeig­andi hátt­semi“. Það þýðir að lög­full sönn­un ligg­ur ekki fyr­ir. Bar­átt­una þurfti að reka gagn­vart stór­menn­inu sr. Friðriki þótt hann hefði verið dá­inn og graf­inn í meira en 60 ár, og afrakst­ur verka hans óræk­ur: mögnuð trú­ar­ljóð, KFUM og K, íþrótta­fé­lög­in Val­ur og Hauk­ar, skáta­sveit­in Vær­ingj­ar og karla­kór­inn Fóst­bræður.“

Jón spyr svo hvað að mati séra Bjarna og Sigrúnar Júlíusdóttur sé hafið yfir skynsamlegan vafa.

„Ekk­ert annað en að þeirra mati óviður­kvæmi­leg­ar snert­ing­ar blinds ald­ur­hnig­ins manns á drengj­um. Ekki eru ásak­an­ir um gróf brot, of­beldi, frels­is­svipt­ingu, nauðgun eða neitt af því tag­inu. Eft­ir­tekj­an var að blind­ur maður hefði tekið unga drengi í fang sér, klappað þeim og kysst og þótti ekk­ert óeðli­legt við það á þeim tíma. Allt lá þetta fyr­ir meðan hann lifði og helstu forustumenn þjóðar­inn­ar töldu rétt að hefja fjár­söfn­un til að reisa styttu af ein­um besta syni Íslands. Í þeim hópi voru forustumenn í öll­um stjórn­mála­flokk­um, dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar, bisk­up­inn yfir Íslandi og ýms­ir höfuðklerk­ar. Þess­ir menn hefðu ekki komið að þessu máli ef eitt­hvað mis­jafnt hefði verið talið hjá sr. Friðriki.“

Kynntist séra Friðrik þegar hann var 8 ára

Jón rifjar svo upp að hann hafi verið átta ára þegar hann kynntist séra Friðriki þótt samskiptin væru aldrei náin. Hann var staddur í Vatnaskógi þegar hann fékk mislinga og þurfti af þeim sökum að segja hann í séra einangrun. Segir hann að séra Friðrik hafi komið þar ítrekað meðan hann var í einangrun í herbergi hans.

„Viðvera hans og nánd var þægi­leg og mér styrk­ur í veik­ind­um mín­um. Ég kann ekki aðra sögu að segja af sr. Friðriki þann tíma sem ég þekkti hann en að mér hafi alltaf þótt nær­vera hans þægi­leg og minn­ist þess alltaf, þegar 23. Davíðssálm­ur er les­inn eða sung­inn, að það var í sér­stöku upp­á­haldi hjá sr. Friðriki að vísa til orðanna „jafn­vel þó ég fari um dimm­an dal ótt­ast ég ekk­ert illt því þú ert hjá mér“. Sr. Friðrik vísaði síðan til þess hve hugg­un og full­vissa væri mik­il­væg þegar fólk lenti í erfiðleik­um í um­róti lífs­ins, sem ekk­ert okk­ar kemst hjá.“

Jón segir að eftir að aförin að séra Friðriki hófst hafi fjölmargir sem kynntust honum stofnað óformleg samtök til að fara yfir málið og kynna sér það til hlítar.

„Við telj­um „hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa“ að niðurstaða sr. Bjarna Karls­son­ar og Sigrún­ar Júlí­us­dótt­ur sál­fræðings sé yf­ir­borðsleg, ófull­nægj­andi og röng. Eng­inn okk­ar varð þess nokkru sinni var að fram­koma sr. Friðriks væri óeðli­leg og fjarri fór því að um kyn­ferðis­lega áreitni eða óviður­kvæmi­lega snert­ingu væri að ræða. Við vilj­um reyna að gera það sem í okk­ar valdi stend­ur til að leiða sann­leik­ann í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Í gær

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi