Annar áfangi Orkureitsins er nú kominn í sölu. Um er að ræða 133 nýjar íbúðir í svokölluðu D húsi sem rís á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar.
„Sala íbúða á Orkureitnum hefur farið vel af stað. Við höfum verið með 68 íbúðir í sölu í fyrsta áfanga í A húsi frá síðasta vori. Íbúðirnar voru síðan afhentar í desember og 40 af þeim hafa þegar selst. Það er eins og fólk sé að átta sig á því hversu vel heppnaður Orkureiturinn er. Svansvottun íbúða, dagsbirtuvottun og loftræstikerfi í hverri íbúð fyrir sig og vandaðir inngarðar eru gæði sem sífellt fleiri kunna að meta. Staðsetning og góð tenging við Laugardalinn þar sem er fallegt útivistarsvæði skiptir fólk líka miklu máli. Þá eru nóg af bílastæðum í boði fyrir íbúa í bílastæðahúsum neðanjarðar sem er ekki sjálfsagður hlutur í dag,“ segir Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri SAFÍR bygginga sem er eigandi og verktaki á Orkureitnum í tilkynningu.
Íbúðirnar og sameiginleg rými eru vönduð og vel hönnuð að sögn Hilmars, enda hefur Rut Káradóttir komið að hönnun og val á efnum.
„Þessar íbúðir henta vel einstaklingum og fjölskyldum af ýmsum stærðum, það eiga svo sem allir að geta fundið íbúð við hæfi á Orkureitnum. Margar íbúðirnar eru með glæsilegu útsýni yfir Laugardalinn og Faxaflóann og aðrar að notalegum innigarði sem hannaður er undir evrópskum áhrifum. Í íbúðunum eru stórir gluggar sem gefa gott útsýni og veita íbúum mikla dagsbirtu sem skipir miklu máli,“ segir Hilmar. Hann segir jafnframt að talsvert mikið val sé í boði fyrir þá sem kaupa snemma. „Ef fólk kýs að kaupa snemma þá höfum við enn tíma til að aðlaga innréttingar og fleira að smekk og þörfum fólks.“
Hilmar bendir einnig á hvað það skiptir miklu máli að vanda til hönnunar og frágangs á sameiginlegum rýmum.
„Rut Kára hannaði og valdi efni og lýsingu í anddyri og stigaganga með það fyrir augum að húsið taki vel á móti íbúum og gestum þeirra. Mér þykir vel hafa til tekist í því og íbúar í A húsi sem eru fluttir inn eru mjög ánægðir með frágang sameigna. Það verður boðið upp á ýmsa þjónustu á jarðhæðum eins og veitingarekstur og kaffihús auk annarrar nærþjónustu. Íbúar á D reit hafa auk þess aðgang að líkamsræktaraðstöðu á jarðhæð.“