fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 09:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á meme-rafmyntinni $TRUMP hefur hækkað verulega eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lofaði 220 stærstu fjárfestum í myntinni kvöldverðarboði. Matarboðið á að fara fram þann 22. maí næstkomandi á Trump-golfvellinum í Washington og verður að sögn forsetans eitt einstakasta boð sögunnar.

Tilkynning forsetans varð til þess að myntin hækkaði um 70% í verði en er þó enn talsvert undir upphaflega genginu þegar myntinni var ýtt úr vör í janúar síðastliðnum, rétt áður en Trump varð forseti.

Stofnun rafmyntarinnar var mjög umdeild á sínum tíma enda forsetinn augljóslega að reyna að hagnast persónulega á embættinu valdamikla. Fyrirtæki í eigu Trump áttu um 80% af útgefnum myntum en slíkar meme-rafmyntir eru alræmdar fyrir þær að ekkert verðmæti er á bak við þær annað en umtal og spenna í kringum myntirnar.

Þá höfðu margir áhyggjur af hagsmunaárekstrum og að öflugir erlendir fjárfestar gætu haft áhrif á Trump með því hafa áhrif á gengi myntarinnar.

Trump-myntinni var vel tekið til að byrja með og hækkaði hratt í verði. Hæst náði heildarvirði myntarinnar upp undir 15 milljarða dollara en síðan hefur hún gefið verulega eftir og er heildarverðmætið núna um 2,4 milljarðar dollara, þrátt fyrir matarboðið alræmda.

Ljóst er að gagnrýnisraddirnar varðandi meinta fjárplógsstarfsemi Trump í embætti munu ekki þagna við þetta nýja uppátæki hans.

Sjálfur hefur Trump titlað sig sem rafmyntaforsetann og lofað ýmsum aðgerðum til að festa þær enn frekar í sessi í Bandaríkjunum

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni