fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 18:00

Fellaskóli í Fellabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylduráð Múlaþings hefur hafnað því að veita fjölskyldu skólaakstur eftir flutning jafn vel þó að gamli skóli barnanna sé mun nær en skólinn í þeirra skólahverfi. Minnihlutinn telur að sveitarfélagið sé að brjóta á skuldbindingum sínum sem þátttakandi í verkefninu Barnvæn sveitarfélög UNICEF.

Málið hefur verið í vinnslu hjá sveitarfélaginu síðan árið 2022. Hjón sem fluttu úr þéttbýlinu í Fellabæ út fyrir bæinn en vildu halda börnunum í Fellaskóla.

Skólahverfamörkin fara hins vegar eftir eldri hreppamörkum, það er fyrir sameiningu Fljótsdalshéraðs sem rann seinna inn í Múlaþing. Samkvæmt því ættu börnin að fara í skóla á Brúarási, þrátt fyrir að aksturstíminn þangað sé 40 mínútur en aðeins 12 til 15 mínútur að Fellaskóla.

Eldgömul skipting

Vegna þessa hafnaði meirihluti fjölskylduráðs á endanum að veita fjölskyldunni skólaakstur með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Austurlistans.

Rituðu þeir harðorða bókun gegn ákvörðuninni og sögðu að samfélagið hefði breyst líkt og sveitarfélagamörkin og forsendur fyrir núverandi fyrirkomulagi væru ekki til staðar lengur. Börnin sækja sinn skóla í Fellabæ þar hafa þau sín félagslegu tengsl. Næsta haust verða systkinin fleiri sem munu sækja skóla í Fellabæ.

Vísa þeir í reglur um skólaakstur þar sem segi að sveitarfélög beri ábyrgð á öryggi og velferð nemenda í skólaakstri. Sveitarstjórnir setji reglur um fyrirkomulagið sem taki mið af umhverfisaðstæðum og slíkar reglur eigi að endurskoða reglulega. Það hafi ekki verið gert í Múlaþingi heldur haldið fast í eldri skiptingu, frá því fyrir árið 2004.

„Þann 11. mars 2022 gerist Múlaþing formlega þátttakandi í verkefninu Barnvæn sveitarfélög UNICEF. Tveir af þeim grunnþáttum sem Múlaþing skuldbatt sig til að vinna eftir er að fara eftir því annars vegar sem er barninu fyrir bestu og hins vegar að öll börn væru jöfn,“ segir í bókun fulltrúa Austurlistans, Jóhanns Hjalta Þorsteinssonar og Ævars Orra Eðvaldssonar. „Fulltrúar Austurlistans telja að hér sé brotið gegn þeim skuldbindingum.“

Sveitir í nauðvörn

Er meðal annars vísað til þess að ekki sé alltaf farið eftir skólahverfamörkunum. Börnum í Skriðdal sé til að mynda ekið í Fellaskóla þó að tiltekið sé að dalurinn sé í skólahverfi Egilsstaðaskóla.

Foreldrarnir sem sóttu um skólaaksturinn þurfi hins vegar sjálf að keyra börnin í skóla í Fellabæ og verður atvinnuþátttaka þeirra að taka mið af því.

„Sveitir í Múlaþingi eru í nauðvörn og endurnýjun ábúenda í sveitum er ekki slík að hún dugi til að halda í horfinu. Sveitirnar eldast og skólabörnum úr dreifbýli hefur fækkað stórkostlega á síðustu áratugum. Hér er fjölskylda sem kýs að flytja á æskustöðvar annars foreldrisins. Múlaþingi er í lófa lagið að veita stuðning og breyta fyrirkomulaginu við upphaf næsta skólaárs,“ segja fulltrúarnir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Í gær

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður næsti páfi Svíi?

Verður næsti páfi Svíi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“