fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 22:00

Gao Liu er fræg í heimalandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á aukningu misheppnaðra lýtalækninga í Kína. Nefið á kínverskri leikkonu byrjaði að rotna af eftir eina slíka aðgerð.

Breska ríkissjónvarpið greinir frá þessu í heimildaþættinum BBC Eye.

Gao Liu er 42 ára kínversk leikkona sem leikið hefur bæði í vinsælum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í heimalandinu. Hún er ein af fjölmörgum kínverskum konum sem hafa fundið sig knúna til þess að breyta útliti sínu með lýtaaðgerðum.

Drep á nefbroddinum

Í heimildaþættinum, sem kallast Make Me Perfect: Manufacturing Beauty in China, er sagt og sýnt frá því þegar Liu gekkst undir nefaðgerð á stofu sem kallast She´s Times í borginni Guangzhou árið 2020. En því hefði hún betur sleppt.

Aðgerðina gerði skurðlæknir að nafni He Ming, sem var titlaður aðalskurðlæknir She´s Times og sérfræðingur í nefaðgerðum. Eftir sjö daga var hins vegar farið með Liu á spítala því að nefið var að rotna af henni.

Ástæða rotnunarinnar var sú að blóðflæðið í hinu nýja nefi var alls ekki nógu gott. Myndaðist drep á nefbroddinum sem stækkaði og stækkaði.

Liu hefur farið í tvær skurðaðgerðir til þess að reyna að láta laga nefið en það er enn þá skemmt. Greint er frá því að heilbrigðiseftirlit Guangzhou hafi tilkynnt þvinganir gagnvart She´s Times og lækninum Ming. Hann er hins vegar enn þá starfandi við fagið.

Hrikalegt drep á nefinu. Skjáskot/BBC

Í frétt breska blaðsins Daily Mail um málið kemur fram að lýta eða fegrunaraðgerðir hafi aldrei verið jafn vinsælar í Kína og nú. Árlega fari um 20 milljónir Kínverja í slíkar aðgerðir, 80 prósent af þeim konur og að meðaltali 25 ára gamlar.

Vilja líkjast teiknimyndafígúrum

Aukin velsæld og áhrif samfélagsmiðla eru taldar helstu ástæðurnar fyrir fjölgun aðgerðanna. Áður fyrr voru slíkar aðgerðir mikið feimnismál í þessu næstfjölmennasta landi heims.

Þá hafa aðgerðirnar breyst mikið. Áður fyrr leituðust konur eftir samhverfu í andlitinu, ákveðinni kjálkalínu og beinu nefi. Í dag er ónáttúrulegt útlit orðið vinsælla. Það er útlit sem einkum sést í teiknimyndum, barnaleg andlit með stærri augu. Gjarnan er bótox sett aftan við eyrun til að andlitið líti út fyrir að vera minna og augnlokin eru víkkuð til að augun virðist stærri eins og í teiknimyndafígúrum í Anime teiknimyndum.

Öpp sem mæla með aðgerðum

Þá eru komin út smáforrit, eða öpp, eins og SoYoung og GengSei, sem greina andlit fólks og koma með ábendingar um hvað megi betur fara í andlitsfallinu. Forritin mæla svo með lýtalæknastofum sem framkvæmda aðgerðirnar. Vitaskuld greiða stofurnar hönnuðum forritana fyrir þetta.

En þar sem eftirspurnin eftir lýtaaðgerðum hefur vaxið í veldisvexti í Kína á undanförnum árum er ljóst að framboðið á hæfum lýtalæknum hefur ekki gert það. Þess í stað hafa vanhæfir einstaklingar komist, margir hverjir réttindalausir, að og þar með hefur slysunum fjölgað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?