fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Græna gímaldið er enn að valda fjaðrafoki, en um páskana var kvartað undan hávaða vegna framkvæmda við þetta umdeilda húsnæði. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins Árskógum 7, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðuna en hann segist vonsvikinn að nýr meirihluti í borginni hafi ekki tekið málið föstum tökum. Íbúar hafi ekkert heyrt frá borgaryfirvöldum og á meðan hafi uppbyggingaraðilinn unnið hörðum höndum að því að klára að reisa gímaldið umþrætta.

Ekkert gengið eftir

„Við fórum á borgarstjórnarfund sem var nú einn leiðinlegasti fundur sem ég hef setið,“ sagði Kristján um það sem íbúar hafa gert til þessa, en þeir gerðu sér ferð í ráðhúsið fyrir nokkru til að mótmæla gímaldinu og krefjast úrbóta. Eins fór Kristján af stað með undirskriftasöfnun þar sem söfnuðust rúmlega þrjú þúsund undirskriftir sem Kristján afhenti svo Einari Þorsteinssyni, þáverandi borgarstjóra. Einar hafði lofað því að stofnuð yrði nefnd á vegum borgarinnar sem ætti að taka fyrir málefni gímaldsins. Eins hafði hönnuður hússins gefið út að það væri lítið mál að breyta húsinu ef á þyrfti.

„Það hefur hins vegar ekki gengið eitt eða neitt eftir. Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs frá Reykjavíkurborg. Og nú er komin ný borgarstjórn og ég var nú alltaf að vonast til þess að eitthvað gæti gerst í því kvennaveldi sem þar er. En það gerðist ekki neitt.“

Og nú er húsið risið, vinna við það hefur að sögn Kristjáns aldrei verið stöðvuð og hafa framkvæmdaraðilar jafnvel unnið á helgidögum til að flýta fyrir. Kristján segir það ákveðna vanvirðingu við íbúa að framkvæmdir hafi ekki verið stöðvaðar á meðan fundin væri lausn sem allir gætu fellt sig við. Ennfremur hafi Skipulagsstofnun ekki komist að niðurstöðu um hvort fyrirhugaðri kjötvinnslu sé skylt að gangast undir mat á umhverfisáhrifum eða ekki.

Hlutdræg skýrsla

Kristján segir að uppbyggingaraðili, Álfabakki 2 ehf., hafi látið vinna fyrir sig skýrslu sem var send til Skipulagsstofnunar þar sem því er haldið fram að núverandi starfsemi kjötvinnslunnar, Ferskar kjötvörur í eigu Haga, í Síðumúla hafi verið rekin án allra vandræða. Kristján segir þetta rangt.

„Það hafa komið inn margar kvartanir til heilbrigðiseftirlitsins frá íbúum sem eru í grennd við núverandi stað og þetta eru helst kvartanir um hávaða og þá helst að næturlagi,“ segir Kristján sem telur skýrsluna vera gallagrip sem beri það með sér að hún hafi verið keypt í hag uppbyggingaraðilans sem vill síður en svo að ráðist sé í mat á umhverfisáhrifum starfseminnar.

Kristján segir að íbúar hafi eins áhyggjur af umferðarmálum. Borgin sé búin að koma upp skilti um að umferð stórra ökutækja sé bönnuð. Það fari þó enginn eftir því. Þarna séu bílstjórar sem tala ekki íslensku og fara ekki eftir fyrirmælum en borgin telur málinu lokið að sinni hálfu út af þessu skilti. Eigendur gímaldsins haldi því fram að umferð verði ekki mikil í kringum starfsemina en Kristján kaupir þá skýringu ekki enda liggi fyrir að þarna eigi að vera starfandi á þriðja hundruð starfsmanna og eins megi sjá á húsnæðinu sjálfu að þar er gert ráð fyrir umferð stórra vöruflutningabíla.

Samkvæmt skýrslunni sem Verkís vann fyrir Álfabakka 2 ehf. er gert ráð fyrir að umferð til og frá gímaldinu verði á bilinu 600-700 ferðir á dag, en í samgöngumati sem var ráðist í vegna atvinnurekstursins var reiknað með 2.100. Í skýrslunni er ekki vikið að helstu umkvörtunarefnum íbúa vegna byggingarinnar heldur er aðeins fjallað um fyrirhugaða kjötvinnslu í húsnæðinu.

Sjá einnig: Ný tíðindi af „græna gímaldinu“ – Segja kjötvinnsluna eiga ekki að þurfa að fara í umhverfismat

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?